fbpx

VALENTÍNUSARPIZZA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Valentínusardagurinn er á næsta leyti og ég ætla að deila með ykkur uppskrift að hjartalagaðri og rómantískri pizzu í samstarfi við Innnes. Gómsæt, krúttleg og girnileg pizza með Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum, basiliku, mozzarella, klettasalati, parmesan osti og stökkri parma skinku. Þessa góðu pizzu er upplagt að útbúa með elskunni sinni. Gleðilegan Valentínusardag!

Uppskrift að 12 tommu pizzu
4 msk Philadelphia rjómaostur með hvítlauk og kryddi
200 g kokteiltómatar
1-2 msk fersk basilika, smátt skorin
1-2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
Krydd: 1 tsk oregano, ½ tsk salt, ¼ tsk pipar
180 g litlar mozzarella kúlur
4 sneiðar parmaskinka
Ólífuolía
Klettasalat eftir smekk
Parmesan ostur eftir smekk, rifinn

Pizzadeig (2-3 pizzabotnar) – eða kaupa tilbúið deig
12 g þurrger (einn pakki)
1 1/2 dl ylvolgt vatn
1 msk hunang
2 msk ólífuolía
1 tsk salt
6-7 dl fínmalað spelt

Aðferð

  1. Fletjið út deigið og myndið hjarta með höndunum. Notið hníf til að skera hjartað til.
  2. Smyrjið deigið með rjómaostinum.
  3. Skerið kokteiltómatana í fjóra bita og blandið saman við basiliku, hvítlauk og kryddi. Dreifið þeim yfir pizzuna.
  4. Dreifið mozzarella kúlunum yfir allt saman og bakið inní ofnið í 12-15 mínútur við 220°C.
  5. Dreifið parmaskinkunni á bökunarplötu þakta bökunarpappír og penslið með smá ólífuolíu. Bakið í 6-8 mínútur eða þar til hún verður stökk.
  6. Takið pizzuna úr ofninum og dreifið klettasalati, parmaskinku og parmesan osti yfir allt saman. Njótið.

Pizzadeig

  1. Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.
  2. Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.
  3. Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deigið í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.
  4. Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBAKAÐ PENNE PASTA MEÐ PESTÓ OG GRÆNMETI

Skrifa Innlegg