Dásamlegt tacos með grilluðum fiski sem ég gerði í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Grillaðir þorskhnakkar í ljúfum kryddlegi, salsa með ferskum ananas, avókadó og tómötum, jalapeno sósa og litlar tortillur frá Mission. Sumarlegur, ferskur og virkilega gómsætur réttur. Það passar mjög vel að setja ferskan ananas í salsað og bera fram með fiskinum. Namminamm! Ég prófaði að hafa óáfengt te freyðivín með sem heitir Töst og fannst það virkilega svalandi og gott. Mæli með.
500 g þorskhnakkar
Safi úr 1/2 lime
1-2 msk Krónu krydd – Ertu ekki að grænast?
1 msk ferskt kóríander
1 tsk cumin
1 msk ólífuolía
Litlar tortillur – Street taco frá Mission
Ananas salsa
¼ – ½ ferskur ananas
2 avókadó
10 kokteiltómatar
1 msk kóríander
Safi úr ½ lime
Salt & pipar eftir smekk
Einföld jalapeno sósa
2 dl majónes (einnig gott að setja smá sýrðan rjóma)
1-2 msk jalapeno úr krukku
Salt & pipar
Aðferð
- Byrjið á því að skera fiskinn í bita eftir smekk og blandið saman í skál við safa úr lime, Krónu kryddið – Ertu ekki að grænast, cumin og ólífuolíu.
- Smátt skerið ananas, avókadó, kokteiltómata og kóríander. Blandið öllu saman, kreistið lime yfir og saltið og piprið.
- Blandið saman majónesi, smátt söxuðu jalapeno, salti og pipar eða setjið í töfrasprotann/matvinnsluvél.
- Dreifið fiskinum á álbakka og grillið í 10 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
- Grillið tortillurnar á vægum hita og fyllið þær með salsanu, fiskinum og sósunni. Mmm… og njótið!;)
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg