2020
Ó þetta klikkaða ár! Ár sem ég mun ALDREI gleyma …
Árið 2020 einkennist af miklum breytingum í lífi okkar Tómasar. Covid mætti með þvílík læti & rak okkur heim til Íslands þar sem fjölskyldan mín var öll með Covid & allt var að fara að loka. Tilhugsunin að vera í öðru landi á meðan öll fjölskyldan var lasin heima var alls ekki góð. Svo við pökkuðum lífi okkar í töskur & fórum (fluttum) heim. Planið var alltaf að flytja aftur til Íslands tímabundið en það var alls ekki á planinu að flytja í svona miklu flýti. Þetta var mjög skrítinn tími & óvissan var mikil. Við höfðum ekki hugmynd hvort eða hvenær við kæmumst aftur út til þess að klára að flytja dótið okkar heim. Þið getið horft á myndbandið frá þeim tíma hér.
Við eyddum tveimur þrælskemmtilegum vikum í sóttkví í Kjósinni fögru & bjuggum til DRAUMA trékofann. Ef þú ert ekki búin/nn að sjá myndbandið frá því þá mæli ég mikið með að horfa á það. Þetta er eitt af uppáhalds myndböndunum mínum sem ég hef gert – sjá hér.
Tómas fór síðan aftur út til þess að klára námið sitt & ég varð eftir. Ég byrjaði hér á Trendnet í byrjun maí sem var svo ótrúlega stórt & skemmtilegt skref hjá mér á þessu ári. Ég var í svo miklu spennufalli eftir það að ég fékk FRUNSU & ég sem fæ aldrei frunsu!! Nema hvað … stuttu seinna kemst ég að því að ég er ófrísk (þar fékk ég útskýringuna á frunsunni 🤣) & ég held því fyrir sjálfa mig í 3 HEILA DAGA þangað til ég fer aftur út til Tómasar. Þið getið horft á myndbandið þegar ég segi Tómasi frá gleðifréttunum hér.
Við Tómas kvöddum yndislega fólkið sem við vorum svo heppin að hafa kynnst & svo kvöddum við einnig lífið okkar í Västerås með BROS á vör & kannski nokkur tár með. Við Tómas lítum til baka á tvö bestu ár í heimi!!
Við fylltum Rauðu Þrumuna (blessuð sé minning hennar) af dóti úr íbúðinni & lögðum af stað í road trip um Svíþjóð. Hægt er horfa á mjög skemmtileg myndbönd frá því hér. & VÁ hvað ég mæli með að ferðast um Svíþjóð, um leið & það má þá ert þú að fara í RoadTrip um Sverige.
Ég fór síðan aftur heim til Íslands til þess að byrja að vinna mér inn réttindum:)
á meðan þá kláraði Tómas námið sitt úti. Það var mjög erfitt að vera ekki á sama staðnum næstum helminginn af meðgöngunni. En við lifðum það nú af. Þið getið horft á allt tengt meðgöngunni minni hér.
Tómas kom síðan heim í byrjun september <3<3 Ó hvað það var gott að fá flugmanninn minn heim!
Hann ferðaðist á Rauðu Þrumunni alla leið til Íslands með Norrænu. Það er mjög gaman að horfa ferðalagið hans heim til okkar hér þar sem hann tekur við af mér á YouTube!
Svo tók við heljarinnar verkefni & það var að gera upp íbúðina. Þið eruð ennþá að fá að fylgjast með öllu því ferli hér.
Núna erum við bara að reyna að taka því rólega & undirbúa allt fyrir litlu stelpuna sem ætlar að mæta með læti 2021.
Takk fyrir árið elsku Trendnet lesendur & takk fyrir að taka svona vel á móti mér hér <3<3
Ég hlakka ekkert smá til að halda áfram að deila með ykkur alls konar skemmtilegu hér á blogginu.
Hafið það sem allra best!
KNÚS,
Skrifa Innlegg