Ég átti yndislega afmælishelgi með fólkinu mínu. Þó ég hefði nú alveg verið til í að bjóða vinkonum mínum í kaffi þá ákvað ég að halda mér við jólakúluna í ár af því að núna er mælt með því að fara í sjálfskipaða sóttkví um mánuði fyrir fæðingu & ég er sett 13. Janúar. Kaffiboðið fær að bíða þangað til lilla mætir í heiminn
En núna eru aðeins meira en tvær vikur í settan dag. ÞAÐ STYTTIST!! & ég hef ekki hugmynd hvernig er best að undirbúa sig, en ég hef ákveðið að að taka því rólega & safna orku fyrir fæðinguna.
En hér er nýtt myndband frá afmælishelginni minni Í myndbandinu er jólabakstur, klaufaskapur í hámarki bæði af minni hálfu & mömmu , barnaundirbúningur, afmælið mitt & allskonar fleira skemmtilegt eins & guðdómlegur söngur með Tómasi … sem þið megið helst ekki missa af
Sæktu þér eitthvað gúmmelaði & ýttu á PLAY
Stundum þá skil ég mig ekki …
Einhvernvegin næ ég að koma mér í aðstæður sem eru svo óþægilegar & ég get svo svarið það að þetta er eitthvað sem myndi bara koma fyrir mig – sjá í myndbandinu …
TAKK fyrir að horfa & hafðu það sem allra best
Skrifa Innlegg