fbpx

EXTRA LOPPAN – BÁSAR 168 & 169

FATASALA

Eftir því sem ég eldist og þroskast hef ég gengið upp úr því að eiga allt of mikið af fötum. Fatnaður, skór og tíska yfir höfuð hefur verið eitt af mínum stærstu áhugamálum síðan ég man eftir mér og frá unglingsárum hafa fataskáparnir mínir alltaf verið troðfullir af fatnaði. Ég hef sem betur fer þroskast mikið upp úr þessu en í dag langar mig ofsalega að eiga minni og hnitmiðaðri fataskáp, með eigulegum flíkum sem ég nota mikið. Ég seldi gríðarlega mikið af mér þegar við fluttum í desember og núna á dögunum tók ég allt í gegn á ný! Ég bókaði bása í Extra Loppunni í Smáralind fyrir bæði mig og Teit og hafa þeir verið uppi síðan á mánudaginn. Síðast seldi ég flíkurnar af mér á Instagram – það gekk ótrúlega vel en vinnan var gríðarleg og meiri en nokkurn grunar. Það að taka myndir af öllum flíkum og skóm, vera í stöðugu sambandi við alla í skilaboðum, mæla mér svo mót við hvern og einn, fara á pósthúsið og fleira. Ég er þakklát fyrir hvað það gekk vel en í þetta sinn var ég ofboðslega heilluð af því að gera þetta öðruvísi og spara mér vinnuna. Extra Loppan er stórsniðug hugmynd og hef ég í raun beðið eftir því að hugmynd sem þessi líti dagsins ljós hér á landi en svipað fyrirkomulag hefur maður séð erlendis. Ég er í raun laus við alla vinnu, þó að það taki að sjálfsögðu tíma að setja básinn upp og halda honum fínum, þá er maður laus við að standa vaktina og alla hina vinnuna. Maður einfaldlega setur básinn upp og þau sjá svo um rest. Ég fylgist svo með sölunni í beinni í gegnum aðganginn minn á heimasíðunni þeirra – mér finnst fyrirkomulagið og þjónustan hreint út frábær og má til með að lofsama og mæla með!

Fyrir utan þetta vinnulega séð, finnst mér einnig frábært hvað þetta fær fólk til að hugsa meira um að vera umhverfisvæn en ég trúi ekki öðru en að þetta ýti undir að fólk sé duglegra að selja af sér og gefa flíkum og öðrum vörum nýtt líf. Það sem einn er kominn með leið á getur nýst öðrum vel o.sv.frv. Einnig gefur þetta fólki að sjálfsögðu kost á að kaupa veglegar vörur á miklu lægra verði. Það eru fullt af földum fjársjóðum sem að leynast á básunum svo fólk getur gert frábær kaup!

Við Teitur Páll erum sumsé með sitthvorn básinn, hlið við hlið í Extra Loppunni, bása nr. 168 & 169. Við reynum eftir bestu getu að vera dugleg að fylla á en ég er enn með heila fataslá af flíkum hér heima sem að bíða eftir að komast upp! Ég er að selja allt á milli himins og jarðar. Skó, yfirhafnir, buxur, boli, peysur, pils, stuttbuxur, skyrtur, kjóla, samfestinga, íþróttaföt og fleira. Ég ætla að deila með ykkur þó nokkrum myndum sem ég hef sett í story undanfarið til að gefa ykkur smá brot af því sem er og hefur verið á básnum mínum. Þarna eru t.d. fullt af hugmyndum ef ykkur vantar ennþá dress fyrir helgina! ;)  Teitur er svo líka með ótrúlega veglegan herrabás með ótúlega flottum og vel með förnum vörum frá mega flottum merkjum! Ég mæli ótrúlega með!!

Hér er brot af því sem ég er að selja á mínum bás, nr. 169:

Hér eru svo örlítið brot af því sem er að finna á básnum hans Teits, nr. 168:

Mæli með að gera sér ferð í Smáralindina og gera góð kaup í Extra Loppunni. <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT/APPRECIATION POST

Skrifa Innlegg