HÆ! Full langt síðan ég heilsaði ykkur hér síðast. Ég hef haft í nógu að snúast, þá aðalega þar sem ég hef verið mikið erlendis síðan um páskana og mömmuhjartað hefur átt erfitt með að réttlæta það að setjast fyrir framan tölvuna loksins þegar ég er heima, eðlilega. Það sem hefur daga mína drifið síðan síðast eru þá aðalega utanlandsferðir, vinna, afmælisundirbúningur fyrir tveggja ára afmælisdís og lokaundirbúningur fyrir nýja skartgripalínu. Ég ætla að nýta tækifærið hér og kynna hana örlítið fyrir ykkur – ég skulda ykkur fullt af færslum sem ég hlakka til að deila með ykkur á næstu dögum!
Ég lauma greinilega á nóg af leyniverkefnum en hér er eitt þeirra. Ég kynni með miklu stolti skartgripalínuna My letra by Fanney Ingvars sem ég hef unnið að undanfarna mánuði með My Letra. Ég hef komið inn á skartgripafyrirtækið My Letra hér á blogginu áður en það er í eigu minna bestu vina og er fyrirtækið aðeins rétt 1 árs. Það hefur verið magnað að fylgjast með þeim vaxa og dafna síðastliðið ár og koma sér á þann stað sem þau eru í dag. Frá fyrsta degi fyrirtækisins hef ég borið frá þeim skart og þegar besta vinkona mín bar þetta undir mig fyrir nokkrum mánuðum að gera samstarfslínu var svarið að sjálfsögðu já. Línan er loksins tilbúin og fer hún í sölu í kvöld(!) á www.myletra.is á slaginu 20:00. Línan inniheldur 8 mismunandi skartgripi sem allir eru fáanlegir í bæði gull- og silfurlituðu. Vörurnar eiga það allar sameiginlegt að vera veglegar og vandaðar, klassískar, stílhreinar og að sjálfsögðu ótrúlega fallegar, þó ég segi sjálf frá. Ég er ótrúlega stolt af því að fá að bæta þessari línu við stórkostlega vöruúrvalið sem My Letra hefur upp á að bjóða. Við Sóley, besta vinkona mín og eigandi My Letra erum ótrúlega stoltar af afrakstrinum og vonum að ykkur muni líka línan jafn vel og okkur! Ég fer vandlega yfir hverja vöru fyrir sig á Instagram Story hjá mér fyrir ykkur sem áhugasöm eruð, þar er ég undir fanneyingvars.
Í línunni eru fjórir eyrnalokkar, þrjú hálsmen og eitt armband.
Eclipse eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Circle eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Mini Circle eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Dot eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Rope keðja by Fanney Ingvars
Best Friend hálsmen by Fanney Ingvars
Lace keðja by Fanney Ingvars
Lace armband by Fanney Ingvars
Ljósmyndari: Birgitta Stefáns
Ég segi það aftur að línan fer í sölu Í KVÖLD á slaginu 20:00 á heimasíðu My Letra, myletra.is. Línan er í mjög takmörkuðu upplagi! Snyrtivörur frá heildsölunni Terma Snyrtivörur fylgja fyrstu 30 kaupum á línunni í kvöld og vil ég þakka þeim kærlega fyrir að vera með okkur í liði. <3
Annars er rétt rúmlega klukkutími eftir af gjafaleiknum sem er í gangi á Instagraminu mínu: @fanneyingvars – þar sem að einn heppinn fylgjandi vinnur ALLA línuna eins og hún leggur sig og getur viðkomandi valið hvort hann taki vörurnar í gull- eða silfurlituðu. Ég mæli með að vera með og hafa hraðar hendur!
Ég vona annars innilega að ykkur líki línan mín jafn vel og okkur. <3
Þangað til næst!
Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg