Kjóll: Hildur Yeoman / Yeoman Skólavörðustíg
Skór: ZARA
Ég ætla að byrja þessa færslu á sömu nótum og þá síðustu, með því að óska ykkur gleðilegs nýs árs. Áramót eru alltaf ákveðin tímamót og fer maður oft ósjálfrátt að horfa til baka yfir árið, hugsa um það sem stóð upp úr og um það sem jafnvel hefði betur mátt fara. Lífið gefur og það tekur og hef ég sjaldan verið jafn meðvituð um það og nú. Maður er aldrei of oft minntur á það að vera þakklátur fyrir sitt og það er ég svo sannarlega. 2018 var gott ár hjá okkur fjölskyldunni og þó nokkuð um breytingar. Ég færði mig yfir til Icelandair og kvaddi WOW Air með miklum söknuði. Ég byrjaði að sjálfsögðu hér á Trendnet líka og varð partur af þessum glæsilega hópi. Ég hef einnig verið að vinna að nýjum verkefnum sem ég hlakka til að deila með ykkur fljótlega! Við fjölskyldan enduðum árið á að flytja inn í nýju íbúðina okkar sem er hægt og rólega að taka á sig mynd þó það séu mörg verkefni eftir. Ég hef lært það að þolinmæði þrautir vinnur allar. Þakklæti er mér enn og aftur efst í huga og það að eiga heilbrigða fjölskyldu sigrar allt annað. Eftir árið sitja eftir óteljandi minningar sem við upplifðum með okkar dásamlegu fjölskyldu og vinum hvort sem það var hérlendis eða erlendis. Ég hlakka til að sjá hvaða tækifæri og ævintýri bíða okkar á nýja árinu. Gleðilegt nýtt ár elsku vinir og hjartans þakkir fyrir það gamla. Ég vona innilega að þið takið jákvæð, opin, réttsýn, þakklát og full tilhlökkunar á móti nýju ári. <3
Ég átti afar ljúft gamlárskvöld í faðmi fjölskyldunnar. Ég klæddist þessum fallega kjól úr línu Hildar Yeoman sem minnti helst á diskókúlu. Í desember fór ég í samstarfi við verslunina að skoða jólalínu Hildar Yeoman, þar sem þessi gersemi kom með mér heim. Fyrir áhugasama er færslu frá þeirri heimsókn að finna HÉR.
Smá myndasyrpa sem ég tók af Kolbrúnu Önnu áður en við fórum út úr húsi á gamlárskvöld. Litla draumadís <3
Kjólinn hennar keypti ég í Petit fyrir jólin, sokkarnir og slaufan eru einnig úr Petit en sokkarnir voru keyptir fyrir 1 árs afmælið hennar í maí í fyrra. Skóna fékk hún frá ömmu sinni, keyptir í USA.
Ég hlakka ótrúlega til nýja ársins hér á Trendnet með ykkur. Fullt skemmtilegt að gerast. Hafið það sem allra best og sjáumst hér á Trendnet!
Þangað til næst,
Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg