fbpx

MY SKIN CARE ROUTINE

Ég hef lengi ætlað að segja ykkur frá minni daglegu húðumhirðu. Fljótlega eftir að ég byrjaði að skrifa hér á Trendnet gerði ég færslu um snyrtivörurnar, þ.e. förðunarvörur, sem ég nota dags daglega. Sú færsla vakti mikla lukku þar sem spurningar af slíku tagi eru daglegar í inboxið mitt. Fyrir áhugasama er hana að finna HÉR, en lítið sem ekkert hefur breyst síðan þá. Þegar ég skrifaði þá færslu ákvað ég strax að gera færslu varðandi mína rútínu hvað varðar húðumhirðu. Það eru einnig fyrirspurnir sem ég fæ oft og því fannst mér sniðugt að skella upp færslu.

Ég hef alls ekki alltaf haft mikinn áhuga á húðumhirðu neitt sérstaklega. Þegar ég var yngri var ég með nokkuð feita húð og fékk gjarnan bólur. Ég var með það stimplað inn í höfuðið á mér að allar vörur sem færu á mitt andlit yrðu að vera olíulausar til þess að halda olíuframleiðslu húðarinnar í skefjum. Ég man að það fór oft í taugarnar á mér þegar ég fór að glansa og svo framvegis. Þetta er eflaust eitthvað sem að ótrúlega margir tengja við, en þetta er auðvitað bara partur af því að þroskast og er eitthvað sem að flestir unglingar þurfa að þola á einum tímapunkti eða öðrum. Ég hef samt í seinni tíð alveg stundum þurft að díla við bólur og hef alltaf þurft að passa mig hvað ég læt framan í mig. Þess vegna hef ég alltaf verið mjög passasöm og frekar hrædd við að prófa nýjar vörur eins og dagkrem, næturkrem og margt fleira. Þegar ég hef fundið mína vöru hef ég oftast haldið mig við hana í ansi langan tíma. Mig langar að segja ykkur í mikilli hreinskilni og beint frá hjartanu mína upplifun síðustu ár og hvert ég er komin í dag varðandi húðina mína og húðumhirðu.

Ég semsagt kynntist BIOEFFECT (sem þá hétu EGF), vörunum fyrir nokkrum árum síðan og þá var sama sagan. Ég ákvað það hreinlega fyrirfram að þessar vörur væru alls ekki fyrir mig. Ég var viss um að með notkun þeirra myndi ég auka olíuframleiðslu og fyrir vikið glansa meira og fá bólur. Ég prófaði einu sinni dropana vinsælu sem þá hétu EGF dropar, en í dag heita BIOEFFECT EGF SERUM. Ég samstundis hafði ekki trú á því að þeir hentuðu mér og síðan þá leið langur tími. Fyrir ca þremur árum síðan fór ég svo að prófa vörurnar aftur, ég prófaði mig hægt og rólega áfram en einhvern veginn festust þessar vörur aldrei í rútínunni minni einungis vegna þess hversu ákveðin ég var í því að þetta myndi verða til þess að ég myndi glansa meira. Fyrir rúmlega ári síðan fór ég svo að vinna aðeins með BIOEFFECT á Íslandi en fyrirtækið hefur stækkað ótrúlega mikið undanfarið. Mér var boðið að koma á stórkostlega og eftirminnilega kynningu í höfuðstöðvum þeirra þar sem ég lærði öll vísindin á bakvið hverja einustu vöru frá BIOEFFECT, sem eru vægast sagt stórkostleg! Það sem er lagt í hverja einustu vöru er með hreinum ólíkindum og eitthvað sem allir ættu að kynna sér. Ég fékk þá afar veglegan pakka frá BIOEFFECT sem innihélt allar helstu vörur þeirra. Ég gat ekki hugsað mér annað eftir þessa stórkostlegu kynningu en að byrja að nota BIOEFFECT og í þetta skiptið ætlaði ég að reyna að losa mig við allar þessar fyrirfram ákveðnu hugmyndir í kollinum á mér. Ég byrjaði strax að nota Day Serum á hverjum morgni og bar dropana á mig kannski ca 4 sinnum í viku. Ég notaði Eye Serum líka alltaf reglulega. Ég fann það til að byrja með að húðin mín breyttist örlítið við þessar nýju snyrtivörunotkun og í fyrstu fannst mér eins og ég væri að byrja að glansa meira. En það voru bara fyrstu viðbrögð og ég ákvað að halda áfram að nota vörurnar þrátt fyrir það. Eftir örfáa daga sá ég það strax að ég hafði sannarlega rangt fyrir mér í þessum málum og BIOEFFECT hentaði mér alveg eins og það hentaði öllum öðrum. Síðan þá hef ég nánast aðeins notað vörur frá BIOEFFECT og ég gæti ekki verið ánægðari með húðina mína. Mig langar að segja ykkur hér hvaða vörur það eru sem eru fastar í minni rútínu:

BIOEFFECT Micellar Cleansing Water: 
Þessi vara er glæný á markaðnum og ég fagnaði komu hennar mikið. Þetta var í raun eina varan sem mig vantaði til þess að fullkomna rútínuna. Þetta er hreinsivatn sem ég nota til að þrífa af mér farðann á kvöldin með bómul. Ég notaði áður hreinsi frá Biotherm sem ég var alltaf ótrúlega ánægð með. En ég er mjög glöð að geta nú sagt að allar vörur sem ég nota á andlitið séu undir einum og sama hattinum.

BIOEFFECT Day Serum og Day Time:
Ég nota þessar vörur sem dagkrem á hverjum morgni. Ég nota Day Serum nánast alla morgna en finnst stundum gott að breyta yfir í Day Time dagkremið. Mér var svo bent á það um daginn frá fagaðila að ef að maður er sérstaklega þurr í húðinni er sniðugt að prófa að blanda kremunum saman og bera á sig. Ég hef ekki enn prófað það en það verður eflaust nauðsynlegt á köldustu dögunum í vetur.

BIOEFFECT EGF Serum:
Þetta eru droparnir vinsælu og lang mest selda varan. Ég ber þá ekki á mig á hverju kvöldi en ætla alltaf að vera duglegri við það! Það er auðvitað tilgangurinn með þeim að nota þá á hverju kvöldi á móti Day Serum á morgnanna. Ég myndi segja að ég væri að bera þá á mig ca 3-4 sinnum í viku. Stundum oftar.

BIOEFFECT Eye Serum:
Þessi vara er æðisleg og hana ber ég á mig undir augun á kvöldin, ca 4 sinnum í viku. Stundum á morgnanna líka.

BIOEFFECT Body Intensive:
Þetta ber ég á líkamann ca 2 sinnum í viku eftir sturtu. Ég bíð eftir að þessi vara komi í stærri umbúðum, þá fer ég kannski að týma að nota hana daglega! Ég er mjúk í húðinni alveg fram á næsta dag eftir að ég ber þessa vöru á mig! Ég fékk svo að heyra það í gær að þessa vöru mætti vel nota sem “after sun” í sólarlöndum! Einnig sé ég hana alveg fyrir mér á óléttar stækkandi bumbur. Ekki amalegt það!

BIOEFFECT Osa Water Mist:
Þessi vara kom nýlega á markað líkt og Cleansing Water. Ég hef haft þessa vöru í flugfreyjutöskunni síðan og gæti ekki án hennar verið. Þetta er rakasprey þar sem aðal undirstaðan er íslenskt vatn. Ég spreyja þessu framan í mig á flugum og bara hvenær sem er yfir daginn til að gefa húðinni raka.

BIOEFFECT Volcanic Exfoliator:
Þessi vara er algjör snilld en þetta er djúphreinsir sem ég nota á kvöldin. Ég nota hann ca 2 sinnum í viku á hreina húð og nudda honum vel inn í húðina eða þar til kornin eru horfin. Húðin verður tandurhrein og silkimjúk, vægast sagt!

Svo langar mig líka að nefna BIOEFFECT EGF + 2A Daily Treatment sem er vara sem kemur í tvennu lagi en er notuð saman. Þessi vara er sannkölluð bomba og inniheldur öll helstu efni til að halda húðinni unglegri og frískri. Þetta er kombó sem ég nota stundum á morgnanna, þá í stað fyrir Day Serum. Ég nota þessa vöru þegar mér finnst ég extra þurr og þurfa á einhverju kraftaverki að halda. Ég nota þetta kombó reyndar alltaf þegar ég er í vinnustoppum erlendis. Það hefur alveg óvart orðið að vana en þá fer ég í tvö löng flug á tveimur dögum og mér finnst voða gott að byrja daginn úti á að skella á mig þessari bombu. Einnig lærði ég það nýlega að þessi blanda á að koma í veg fyrir roða í húð og hentar því slíku vel. Önnur vara sem mig langar að koma að er BIOEFFECT 30 Day Treatment. Í janúar tók ég 30 Day Treatment, þá notaði ég vöruna á morgnanna og á kvöldin og ekkert annað í 30 daga með sjáanlega góðum árangri. Þetta Treatment er mælt með að nota 1 x til 2 x á ári, fer eftir ástandi húðarinnar.

_______________________________________________

Eins og ég segi að þá hafði ég því miður alls ekki hugsað vel um húðina mína fram að þessu. Ég bar lengi ekki einu sinni á mig dagkrem á morgnanna og það litla sem ég hef sett á húðina mína undanfarin ár hefur innihaldið lítinn sem engan raka eða uppbyggjandi efni. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja. Ég er líka svo ánægð með hvað húðumhirða almennt er “in” í dag. Fólk virðist áhugasamara um heilbrigði húðar heldur en förðunarvörur og því ber að fagna. Því fallegur farði nýtur sín jú töluvert betur á heilbrigðri húð. Það þurfa allir að sjálfsögðu að finna sínar vörur og ég veit að hér að ofan er ég að nefna nánast alla línuna. Þær eru eins og ég nefni misjafnlega fastar í minni daglegu rútínu.
Fyrir alla til að byrja með, myndi ég mæla með combo-inu Day Serum á morgnanna og EGF Serum á kvöldin. Sú blanda gerir kraftaverk! Einnig mæli ég með því, sem mér var eitt sinn bent á, að alltaf á morgnanna eftir að ég er búin að bera á mig dagkrem, þá er mikilvægt að bíða í ca 10 mínútur til að leyfa kremunum að gera sitt áður en við berum svo farða eða annað slíkt á andlitið.

Svo finnst mér einnig vert að nefna að Teitur Páll, kærastinn minn er gjörsamlega húkkt á þessum vörum líka. Spurning hver kom þeirri bakteríu fyrir í honum? Haha.. En mig langaði að minnast á að þessar vörur eru allar uni-sex og því alveg jafn mikilvægar fyrir karlmenn. Þær vörur sem Teitur notar eru: Day Serum, EGF Serum og Volcanic Exfoliator. Svo stelst hann oft í Water Mist og Eye Serum hjá mér líka. Hann elskar þessar vörur og mælir mikið með og hann talar sérstaklega um hvað honum hefur alltaf liðið frísklega í húðinni síðan hann byrjaði að nota BIOEFFECT.

Fljótlega í september ætla ég svo að hafa gjafaleik í samstarfi við BIOEFFECT á Íslandi og gefa einum karlmanni og einum kvenmanni afar veglegan pakka frá BIOEFFECT. Fylgist vel með hér og á Instagraminu mínu; fanneyingvars.

Þangað til næst,

xxx Fanney

#Samstarf

PODCAST HJÁ HELGA

Skrifa Innlegg