fbpx

TRENDNÝTT

UM HVAÐ SYNGJUM VIÐ

KYNNING

Ertu upptekin á sunnudaginn? Viltu koma á stefnumót? 

Á stóra sviði Borgaleikhúsins hefur Íslenski dansflokkurinn sett á svið persónulega sýningu sem leyfir gestum að kynnast dönsurunum betur en áður. Hugmyndin kom frá danshöfundinum Pieter Ampe sem er þekktur fyrir að fara nýjar leiðir í verkum sínum. 

“In the dark times
Will there also be singing?
Yes, there will also be singing.
About the dark times.” ― Bertolt Brecht


Belgíski danshöfundurinn elskar að liggja nakinn í snjónum, dansa í villtum partýum og syngja undir stýri.
Og tilhugsunin um björn sem jogglar eplum á einhjóli er fyndin.
Þykir sumum.
Öðrum finnst hún sorgleg.

Að vetri til, í myrkri og drungalegu veðri, lítur fólk einmitt inn á við.

Fleygir sér ekki bara allsbert í snjóinn og fer í partí eða keyrir fram og tilbaka í bíl.
Það veit Pieter.

Nú hefur hann hitt dansara Íslenska dansflokksins, þau Elínu, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Ernu og Unu.
Sum þeirra eru frá Íslandi, önnur eru lengra að komin, en öll nota þau tækifærið til að líta í eigin barm og spyrja sig spurninga.
Þau skiptast á spurningum, þau dansa þær og syngja.
Því þau hafa öll sögu að segja.
Og hvað er fallegra en að syngja saman á meðan niðadimm nóttin líður hjá?

Aðeins eru tvær sýningar eftir og hvetur Trendnet því áhugasama til að tryggja sér miða – HÉR – og upplifa þannig verkið í eigin persónu. 10 mars er síðasti sýningardagur.

//
TRENDNET

KARL LAGERFELD - LÍFIÐ HANS Í MYNDUM

Skrifa Innlegg