fbpx

TRENDNÝTT

Tökum 2020 í okkar hendur – fyrirlestraröð fyrir þig?

KYNNINGSJÁLFBÆR TÍSKA

Stefnum á að klára þetta ár aðeins heilbrigðari, í betra andlegu jafnvægi, eða jafnvel með umhverfisvænni lífstíl en áður?

Þetta er markmiðið með LIFUM BETUR, stærstu fyrirlestraveislu ársins þar sem 20 fyrirlesarar, allir reynsluboltar á sínu sviði, leggja sitt á vogarskálarnar og koma góðum og mikilvægum fróðleik á framfæri til landsmanna. Lestu lengra ..

LIFUM BETUR fyrirlestrarnir verða haldnir í beinni útsendingu á netinu helgina 31. okt. – 1. nóv. og fá þátttakendur aðgang að fyrirlestrunum í tvær vikur á eftir. Það kostar einungis 5.500 kr. á viðburðinn sem gerir hann aðgengilegan fyrir flesta og um að gera að horfa saman og gera þetta að heilsuhelgi heima í stofu. Sjá nánari dagskrá á www.lifumbetur.is/fyrirlesarar

 

Stjörnu-Sævar, Linda Pé, Björgvin Páll Gústavsson, Kolla grasalæknir, Guðrún Bergmann, Sölvi Tryggva og Ebba Guðný eru meðal þeirra sem ætla að miðla af reynslu sinni og gefa dýrmæt ráð og innblástur.


Fyrirlestrarnir eru 20 mínútur hver og verður m.a. fjallað um svefn, streitu, djúpslökun, heilandi garða, hugarfarið og forvarnir. Þarmaflóran verður tekin fyrir, hvernig við aukum orkuna okkar, stjórnum þyngdinni á heilbrigðan hátt og lærum að anda rétt. Á umhverfissviðinu verður fjallað um eiturefnalaus heimili, fata- og matarsóun, bætt loftgæði og hvað við getum almennt gert til að spyrna við neikvæðum umhverfisáhrifum.

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir viðburðinum. Tilefnið er 10 ára afmæli útgáfunnar sem Guðbjörg stofnaði í kringum hugsjónir sínar og áhuga á grænum og heilbrigðum lífsstíl.
“Það hefur sjaldan verið mikilvægara að líta inná við og hlúa að okkur sjálfum og umhverfi okkar. Með fyrirlestrunum viljum við hjálpa fólki að koma enn sterkara til baka þegar kófinu léttir” segir Guðbjörg að lokum.

TRENDNET mælir með að sem flestir kynni sér betur málið: HÉR

//
TRENDNET

ERTU Á LAUSU? KYNNTU ÞÉR NÝTT ÍSLENSKT STEFNUMÓTA-APP

Skrifa Innlegg