fbpx

TRENDNÝTT

Töfrandi, dimm og kvenleg fatalína

KYNNING

H&M kynnir með stolti samstarf við tískuvörumerkið The Vampire‘s Wife, hugarfóstur breska hönnuðarins og fyrirsætunnar Susie Cave. The Vampire‘s Wife er þekkt fyrir fallegan fatnað, töfrandi smáatriði og fyrir að fagna konum og kvenlíkamanum í hönnun sinni. Fatalínan er framsækin bæði hvað varðar útlit og efnisval, en flíkurnar eru gerðar úr efnum sem aflað hefur verið með sjálfbærum hætti. Trendnet veit til þess að sjálf Kate Middleton kann vel að meta merkið og hefur klæðst kjólum á opinberum vettvangi.

„Það er mér mikill heiður að hafa verið fengin til að stýra og hanna samstarfslínu The Vampire‘s Wife og H&M. H&M hefur unnið frábæra vinnu við að samsama sig dökkum og dulúðlegum heimi The Vampire‘s Wife. Það er mín von að þau sem klæðast fatalínunni upplifi jafnmikla gleði og ég upplifði við hönnun hennar,“ segir Susie Cave, listrænn stjórnandi og hönnuður.

Samstarfslína The Vampire‘s Wife og H&M er bæði djörf og kvenleg. Aðalflíkurnar eru, meðal annarra, dulúðlegur stuttur blúndukjóll með einkennandi útfærslu á axlarstykki, stuttur kjóll úr flauelslíki með slaufu við hálsmálið og rómantísk skikkja með silfurlituðum saum. Allar flíkurnar eru gerðar úr endurunnu næloni og endurunnu pólýester. Síðir kjólar með léttum faldi sem umfaðma kvenlegar línur eru einkennandi fyrir The Vampire‘s Wife. Fylgihlutirnir eru spennandi; hálsmen, armbönd og eyrnalokkar með áhengjanlegu skrauti eins og augum, skýjum og að sjálfsögðu hinum táknrænu vampírutönnum. Blúndaðar grifflur og áfestanlegur hvítur og reyttur kragi bjóða upp á enn fleiri útfærslur. Svarti liturinn er ríkjandi til að skapa dularfulla stemmingu og silfurblúndur, veglegir ermahnappar og flauelisáferð gefa línunni glæsilegt yfirbragð.

 

Fatalínan verður fáanleg í verslun H&M Smáralindar frá og með 22. október 2020 –

//
TRENDNET

 

 

 

 

TIRAMISU Í TILEFNI KAFFIDAGSINS

Skrifa Innlegg