Rauði krossinn safnar fötum, flokkar þau og selur um allt land í 13 verslunum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina. Á höfuðborgarsvæðinu eru 5 verslanir þar sem hægt er að gera góð kaup fyrir bæði veskið og umhverfið auk þess að styðja við hjálpar- og mannúðarstarf Rauða krossins.
Búðirnar fagna nú útkomu tískutímaritsins Endurnýtt líf og slá til veislu í tilefni þess.
Um er að ræða tímarit stútfullt af tísku, fróðleik, viðtölum og gersemum sem kunna að leynast í Rauða kross búðunum. Blaðinu er ritstýrt af hinni mjög svo smekklegu Eddu Gunnlaugsdóttur, fyrrum tískuritstjóra Glamour á Íslandi.
Forsíðuna prýða Joey Christ og Alma Gytha.
MÆTUM og STYÐJUM við þetta umhverfisvæna góðgerðaverkefni.
HVAR: Rauðakrossbúðin við Hlemm
HVENÆR: Fimmtudaginn 10.október
KLUKKAN HVAÐ: 17-19
MEIRA: HÉR
Allur ágóði fataverkefnis Rauða krossins fer til stuðnings verkefna félagsins, hér heima sem og erlendis.
Fötin í blaðinu verða til sölu á viðburðinum auk annarra í svipuðum stíl, þá hefur verið þrykkt á poka og boli í takmörkuðu upplagi í tilefni viðburðarins.
Við hlökkum til!
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg