fbpx

TRENDNÝTT

TAKK ELSKU MAMMA MÍN!

KYNNING

Árlegt átak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefst í dag, miðvikudaginn 8. maí, en þá hefst sala á svokölluðu Mæðrablómi Menntunarsjóðsins sem er Leyniskilaboðakerti líkt og í fyrra.

Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega með menntun og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Frá því að sjóðurinn var stofnaður árið 2012 hafa verið veittir yfir 200 styrkir til kvenna sem hafa nýtt styrkina til þess að afla sér menntunar.

Í ár leggja þrjár konur átakinu lið: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, frú Eliza Reid, forsetafrú, og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, en þær hafa valið hver sín leyniskilaboð í kerti tileinkað mæðrum. Auk skilaboða frá þeim eru tvö önnur skilaboð í kertunum eða alls fimm mismunandi skilaboð.

Annað árið í röð gefur Þórunn Árnadóttir, hönnuður, vinnu sína með því að hanna Leyniskilaboðakerti tengd mæðradeginum. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun.

Söfnunarátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefst formlega í Veröld – húsi Vigdísar kl.17 í dag 8. maí með móttöku þar sem frú Eliza Reid, forsetafrú, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, taka á móti styrkþegum Menntunarsjóðsins og öðrum velunnurum sjóðsins.

Kertin verða til sölu í öllum búðum Pennans Eymundssonar, í Epal, Skeifunni, Hörpu og Kringlunni, í Snúrunni og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 8.- 23. maí. Sjálfboðaliðar verða í Kringlunni og í Smáralind helgina 11. og 12. maí, sem er mæðradagurinn, að selja kertin.

Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140. Nánari upplýsingar má finna hér eða á Facebook síðu sjóðsins.

//
TRENDNET

BJÖRK FRUMSÝNIR TÓNLEIKARÖÐ SÍNA Í KVÖLD KLÆDD Í DRESS EFTIR IRIS VAN HERPEN

Skrifa Innlegg