fbpx

TRENDNÝTT

SJÁLFBÆR TÍSKA – 3 GÓÐ RÁÐ VIÐ TÍSKUKAUP

SJÁLFBÆR TÍSKA

Sjálfbær tíska er nýr liður á Trendnýtt þar sem við munum reglulega birta áhugavert efni tengt þessu viðfangsefni. Það hefur orðið mikil vakning í tískuheiminum varðandi loftslagsmál undanfarin ár og fyrirtæki hafa lagt mikla áherslu á sjálfbærni í sinni framleiðslu. Tískufyrirtækin sem ætla að standast harðar kröfur neytenda neyðast til að bregðast harkalega við og bæta sig á þessu sviði.

Mynd: Saga Sig fyrir Aftur

En hvað getum við neytendur gert til að gera okkar tískukaup sjálfbærari og umhverfisvænni?

Trendnet gefur ykkur 3 góð ráð – 

1. VEL ÍGRUNDUÐ INNKAUP

Skipuleggið og ígrundið vel öll innkaup á tísku og fatnaði. Hugsið um að hver einasta flík sem þið verslið sé eitthvað sem þið getur borið til lengri tíma, leitið frekar í gæðavörur sem endast lengi og passa jafnt við stílinn ykkar í dag sem og eftir nokkur ár. Hér á því gamla góða húsráðið við – gæði framyfir magn. Forðist einnig ýkt trend og strauma sem vara í stuttan tíma.

2. VELJIÐ VINTAGE OG SECOND HAND

Skoðið markaðinn, það liggja oft gersemar í því sem þegar hefur verið framleitt. Margar flíkur má setja saman og style-a á nýjan máta og gefa þannig nýtt líf. Það er til svo mikið ógrynni af fötum sem eru framleidd en gleymast síðan fljótt, nýttu þér þessi tækifæri sem leynast víða. Þetta er einnig oftast góð leið til að spara pening við innkaup.

Á Íslandi hafa undanfarið opnað fjölda nytjamarkaða þar sem hægt er að gera glæsileg kaup. Þá er einnig hægt að gera góð kaup á lagersölum vörumerkja – þetta á kannski heldur við erlendis þar sem vörumerkin halda pop-up viðburði til að hreinsa út gamlar vörulínur.

3. VERIÐ FORVITIN OG SPYRJIÐ SPURNINGA

Ekki hika við að spyrja nánar útí uppruna varanna – hvaðan þær koma, hvernig þær eru framleiddar og úr hvaða efnum. Þannig pressum við enn frekar á að gegnsæji í tískubransanum – að fyrirtækin hugi vel að þessum málum og upplýsi viðskiptavini um þessi atriði.

//TRENDNET

SJÁUMST Á KONUKVÖLDI SMÁRALINDAR

Skrifa Innlegg