fbpx

TRENDNÝTT

SJÁLFBÆR TÍSKA – 10 VÖRUR SEM DETTA ALDREI ÚR TÍSKU

SJÁLFBÆR TÍSKA

Neytendur er almennt farnir að breyta kauphegðun sinni og gerðar eru meiri kröfur til vörumerkja. Framleiðendur sem ætla að lifa af þessar nýjur kröfur neytenda þurfa að taka stór skref í átt að sjálfbærari tísku og framleiðsluháttum.

Trendnet tók saman 10 góðar vörur sem standast tímans tönn og eru líklegar til að verða endurnýttar af komandi kynslóðum.

1. Fjällräven bakpoki

Klassíski krånken bakpokinn frá Fjällräven hefur haldið velli allt frá árinu 1978. Bakpokinn er þekktur fyrir endingartíma og passar fyrir útivistarferðir, fyrir fartölvuna eða sem skólataska.

2. 66°Norður – Snæfell útivistarjakki

Klasssískur útivistarjakki frá Sjóklæðagerðinni sem stenst tímans tönn og hentar afar vel í íslenskar aðstæður – allt árið um kring.

3. Aftur hettupeysa

Íslenska merkið AFTUR er orðið rótgróið vörumerki og þekktast fyrir sjálfbæra hönnun og endurnýtingu á efnum. Þeirra þektasta vara er líklega hettupeysan þeirra, peysurnar eru allar einstakar og passa á bæði kynin.

4. Sailor Sweater

Klassískar peysur úr 100% ull sem henta fyrir bæði kynin. Þessi tiltekna er frá íslenska merkinu As We Grow og má finna sambærilegar frá öðrum íslenskum merkjum.

5. Acne Studios Trefill

Canada treflarnir frá Acne Studios hafa haldið í mörg ár og eru ekki á undanhaldi. Klassískir gæðatreflar fyrir bæði kynin.

6. Dr.Martens Chelsea Boots

Þessir skór frá Dr. Martens passa við flest tilefni – skifstofuvinnu, í hesthúsið eða á útihátíð. Endingargóðir gæðaskór.

7. Levi’s 501 gallabuxur

Þessi klassík frá Levi’s hefur staðið af sér allar tískubylgjur og þið finnið líklega gott eintak í skápum annarra fjölskyldumeðlima.

8. Barbour vaxjakki

Prins Charles hefur verið góður áhrifavaldur fyrir Barbour gegnum árin. Jakkinn kemur reglulega með litlum áherslubreytingum en er vara sem mun líklega aldrei detta úr tísku – því meiri sál sem þeir bera því flottari eru þeir.

9. Converse strigaskór

Chuck Taylor skórnir fá Converse þarf ekki mörg orð um. Þeir sem vilja poppa aðeins uppá lúkkið velja þessa Play CDG útgáfu af skónum.

10. Tekla náttsloppur

Tekla náttsloppur – fyrir bæði kynin og allan aldur.

Vörurnar voru valdar af handahófi og þær fyrstu sem komu til tals.
Eruð þið með góðar vörur sem bæta mætti við listann?

//TRENDNET

KLUKKAN SJÖ Í KVÖLD KLAPPA ÍSLENDINGAR TIL HEIÐURS HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI

Skrifa Innlegg