fbpx

TRENDNÝTT

KLUKKAN SJÖ Í KVÖLD KLAPPA ÍSLENDINGAR TIL HEIÐURS HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI

Í kvöld klukkan sjö heiðrum við heilbrigðisstarfsfólk landsins sem stendur í ströngu þessar vikurnar vegna kórónaveirufaraldurs. Allir Íslendingar eru hvattir til að fara út og klappa fyrir þessum hetjum sem nú standa vaktina og sýna þeim þakklæti í verki. Viðburðinn á Facebook má finna hér. Ekki láta þig vanta ♡

Við höfum undanfarna daga séð hjartnæm myndbönd frá t.d. Ítalíu og Spáni þar sem sjá má íbúa sýna samstöðu af svölum heimilis síns þar sem þau eru nú föst í sóttkví eða vegna útgöngubanns, og margir hverjir sína þannig samstöðu með klappi fyrir heilbrigðisstarfsfólki og enn aðrir hafa jafnvel boðið upp á tónleika af svölum sínum. Fallegur gjörningur sem hefur snert við mörgum.

Ítalski áhrifavaldurinn Chiara Ferragni bauð t.d. upp á óvenjulega tónleika með engum öðrum en Andrea Bocelli sem hún svo streymdi í gegnum Instagram rás sína en hún er með um 19 milljónir fylgjenda. Bæði Chiara og Andrea Bocelli eru nú með fjáraflanir til styrktar spítala á Ítalíu og láta þannig gott af sér leiða. Tónleikana getið þið séð hér að neðan, en ásamt Andrea Bocelli syngur sonur hans með honum af heimili þeirra, og með Chiara er eiginmaður hennar, ítalski rapparinn Fedez.

Við viljum endilega heyra af fleiri jákvæðum fréttum sem við getum deilt áfram með lesendum Trendnets á þessum óvenjulegu tímum. Farið vel með ykkur kæru lesendur.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=f3_jk8zeXs0]

// Trendnýtt

BLÁA LÓNIÐ LÆTUR GOTT AF SÉR LEIÐA

Skrifa Innlegg