fbpx

TRENDNÝTT

Sif Benedicta x Brynja Skjaldar sameina krafta sína

FÓLKKYNNING

Diamond Collection er nýjasta fatalína íslenska merkisins Sif Benedicta, og vá, við erum hrifin!

Í þriðju línu Sif Benedicta sameinaði Halldóra Sif, stofnandi og hönnuður merkisins krafta sína með Brynju Skjaldar búningahönnuði og stílista. Fatalínan var frumsýnd með sýningu í Listasafni Einars Jónssonar á Hönnunarmars fyrr í sumar þar sem Trendnet var í beinni með sína miðla.

SJÁIÐ HÖNNUNARMARS STORY HÉR

 

“Við Brynja höfum unnið saman í fyrri myndatökunum fyrir Sif Benedicta og vildum við sameina krafta okkar og ýta hönnuninni í nýjar áttir. 

Við vildum finna jafnvægi á milli litagleði og fortíðarþrá og hinnar hefðbundnu klæðskeralistar og fáguninni sem henni fylgir. Í línunni er unnið með andstæður frá 70’s rómantíska áratugnum og stífleikanum sem oft fylgir góðum hefðbundnum klæðskurði á flíkum”  segir Halldóra.

Leyfum myndunum að tala sínu máli –

 

 

Ljósmyndari : Saga Sig
Fyrirsætur: Anna Brauna & Jóna G.
Förðun: Sophie K
Hár: Eva Lind Rútsdóttir
Hönnuðir og stílistar: Halldóra Sif Guðlaugsdóttir og Brynja Skjaldar
Staður: Listasafn Einars Jónssonar


Meira: HÉR fyrir áhugasama

//
TRENDNET

 

GWEN STEFANI GIFTI SIG: TVEIR BRÚÐARKJÓLAR EFTIR VERU WANG

Skrifa Innlegg