fbpx

TRENDNÝTT

REYKJAVÍK – CAPITAL OF COOL

FÓLK

PAPER Magazine fjallaði einstaklega skemmtilega um Ísland með yfirskriftinni – “How the 2008 Recession Turned Reykjavík Into Europe’s New Captial of Cool”.

Í greininni er farið yfir það hvernig túrismi jókst með hruninu 2008 og átti stóran þátt í að reisa hagkerfið. Þannig jókst fjöldi ferðamanna frá ca. 500.000 árið 2009 í 2,3 milljónir árið 2018 – um 400% aukning. Talað er um að þetta megi rekja til að í byrjun var krónan veik og Ísland snérist frá því að vera dýr áfangastaður í að verða nokkuð ódýr. Í framhaldinu bauð Eyjafjallajökull uppá landskynningu á heimsvísu og ekki má gleyma gestum eins og Kim Kardashian og Justin Bieber.

Aðal umfjöllunarefnið er síðan hvernig kreppan hvatti til nýsköpunar á Íslandi og hvatti ungt fólk til að byrja með eigin rekstur eða fyrirtæki. Talað er við áhugaverða frumköðla á Íslandi og sem hafa gefið okkar svölu höfuðborg fjölmörg “cool-points”.

Rætt er við Ágúst Einþórsson um Brauð og Co. ævintýrði, Ernu Einarsdóttur yfirhönnuð hjá Geysi, Björn Steinar Jónsson stofnenda Saltverk, stelpurnar í hljómsveitinni Konfekt og Kjartan Gíslason stofnenda Omnom.

Skemmtilegur lestur – HÉR á PAPER MAG.

ÁFRAM ÍSLAND!

//TRENDNET

HVAÐ ER TOTAL LIP GLOSS?

Skrifa Innlegg