fbpx

TRENDNÝTT

HVAÐ ER TOTAL LIP GLOSS?

KYNNING

Trendnet mælir með þessu varaglossi sem brúðkaups gloss sumarsins, hvort sem þú ert á leiðinni sjálf upp að altarinu eða bara á leiðinni í brúðkaup sem gestur þá verður þú ekki fyrir vonbrigðum … lestu lengra –

Total lip gloss er nýjasta viðbótin við vörulínu Sensai. Um er að ræða varagloss með einstakri áferð sem bætir rakabúskap varanna og gefur þeim aukna fyllingu. Við reglubundna notkun dregur glossið úr hrukkumyndun á vörunum sem verða bæði umtalsvert sléttari og flottari. Glossið veitir fallegan glans um leið og það gefur litlausum vörunum heillandi perlugljáa – öflug rakagjöf fyrir varirnar.

Allir,  jafnt fagfólk sem aðrir, sem fylgjast náið með  þróun og nýjungum í snyrtivöruheiminum og hafa gert sér grein fyrir öflugri virkni CELLULAR PERFORMANCE TOTAL LIP TREATMENT varakremsins,  geta nú glaðst yfir að á markaðinn er komið varagloss sem býr yfir sömu eiginleikum og kremið … og rúmlega það.

Formúlan er byggð á TOTAL LIP TREATMENT kreminu þar sem þræðir úr Koishimaru-silki, ásamt völdum efnum úr náttúrunni, gegna lykilhlutverki við rakagjöf og fegrandi áhrif á húð varanna þannig að fínar línur víkja fyrir vel rakamettaðri og silkimjúkri áferð.

Þunnfljótandi glossið gefur vörunum sléttara yfirborð um leið og þær fá hraustlegri lit og heillandi glans. Notað eitt og sér fyrir náttúrulegt útlit eða yfir varalit fyrir aukna áherslu á sýnileika

Trendnet gefur og gleður með Sensai þennan ágæta sunnudag. Sunnudags glaðningur af bestu gerð sem við hvetjum ykkur til að skoða nánar: HÉR
Sumarþrenna sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

//
TRENDNET

HIN ÍSLENSKA ALÍSA FYRIR ARMANI

Skrifa Innlegg