fbpx

TRENDNÝTT

HIN ÍSLENSKA ALÍSA FYRIR ARMANI

FÓLK

Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hjá Eskimo er að gera frábæra hluti þessa dagana. Hún hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum fyrir bæði íslenska og erlenda aðila undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur – 16 ára.

Í vikunni tók hún risa skref á sínum ferli þegar hún gekk pallana fyrir Armani á Paris Haute Couture Fashion week – vel gert! Það eru ekki mörg dæmi um að íslenskar fyrirsætur labbi inn pallana á stærstu tískuvikunum og því er þetta stórfrétt!

Alísa er óaðfinnanleg í þessum glæsilega kjól frá Armani. Statement eyrnalokkar og síðan þessi klútur í hárinu – er þetta eitthvað sem koma skal?

Á fremsta bekk voru stjörnur á borð við Nicole Kidman…

Það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hjá þessari ungu stúlku – áfram Alísa!

//TRENDNÝTT

AUÐUR SLÓ Í GEGN Á HRÓASKELDU

Skrifa Innlegg