fbpx

TRENDNÝTT

NÝTT FRÁ BRÍETI – Cold Feet

FÓLK

Þetta er lagið sem við tökum með okkur inn í helgina  !

Tónlistarkonan Bríet hefur gefið út nýtt lag og myndband –  Cold Feet kom út í  dag, 21. janúar. Lagið var samið af Bríeti og Pálma Ragnari Ásgeirssyni.

Cold Feet er tilfinningaríkt, hreinskilið og persónulegt pop lag. Lagið er um að “chicken out”.

„Ég tók upp lagið fyrir þremur árum og gerði tónlistarmyndband veturinn 2019 á stysta degi ársins,“ segir Bríet og bætir við: „Svo að minningar um að sitja í köldu glerboxi í fjóra klukkutíma sitja eftir.“ Upphaflega átti lagið að koma fyrr út en lífið er jú óútreiknanlegt og maður verður að fylgja eigin flæði sem og Bríet gerði. „Þegar að lagið átti svo að koma út tók ástarsorgin yfir og þetta sat á hakanum. Hér erum við svo þremur árum síðar.“

Bríet stefnir nú á að fara út fyrir landsteinana, og er þessi útgáfa fyrsta skref í átt að erlendum markaði.

PRESSIÐ Á PLAY

//
TRENDNET

Hoyeon Jung ný stjarna í Hollywood sem hefur lengi verið tískufyrirmynd

Skrifa Innlegg