fbpx

TRENDNÝTT

NÝR VÍNBAR Í REYKJAVÍK: Hrafnhildur Hólmgeirs hannaði einstakt rými

FÓLKKYNNING
Uppi er nýr vínbar staðsettur í Aðalstræti 12 í sama rými og Fiskmarkaðurinn er til húsa.
Trendnet mætti á opnun fyrr í desember og heillaðist mjög að notalegri stemningu í fallega hönnuðu rými sem Hrafnhildur Hólmgeirs á heiðurinnn af, grafíska hönnunin er eftir Sigga Odds.
Staðurinn skiptist í nokkur rými, mikilvægt í núverandi áferði, þar sem fólk getur valið sér sinn stað og sæti.

Uppi veitir fólki einstaka matar og vín upplifun sem eykur þekkingu og leiðir fólk í aðrar, nýjar og óþekktar áttir í mat og drykk.

Okkur langar til að fræða og vekja áhuga fólks um vín og mat og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Við bjuggum til smárétti þar sem við erum búin að para vín við hvern rétt og mælum við þá með að panta nokkra rétti og smakka vínin með. Einnig erum við með fjölbreytt úrval af kokteilum, bjór og óáfengum drykkjum ásamt sjaldgæfu úrvali af víni sem við höfum verið að sanka að okkur. Við opnum kl 16 alla daga vikunnar þar sem við bjóðum upp á happy hour frá 16-18 og svo verður opið til kl 01 þegar það má. Við erum líka opin öðrum opnunartímum ef áhugi er fyrir því og leiga á staðnum í boði, segir Marta Rún markaðsstýra staðarins.

 

Uppi er staðsettur fyrir ofan Fiskmarkaðinn veitingahús og það er hægt að ganga á milli hæða innanhúss svo fordrykkur uppi og matur niðri eða matur niðri og drykkur Uppi eftir mat er nýr möguleiki Fiskmarkaðarins. Að staðnum stendur metnaðarfullt teymi af lærðum þjónum og matreiðslumönnum.

 

Til hamingju Hrefna Sætran og Fiskmarkaðurinn með þessa stórgóðu nýjung í flóruna. Uppi á Instagram, HÉR
//TRENDNET

 

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FRÁ KOKKU

Skrifa Innlegg