fbpx

TRENDNÝTT

Nýr dagskrárstjóri HönnunarMars 2020

FÓLK

Hönnunarmars 2019 toppaði þennan ágæta íslenska hönnunar mánuð að mati Trendnet. Nú hefur verið lokað fyrir umsóknir á HönnunarMars 2020 og við erum spennt að  fá fréttir af dagskrá hátíðarinnar sem fram fer dagana 25.-29.mars næstkomandi. 

Ellen Loftsdóttir hefur verið ráðin dagskrárstjóri HönnunarMars 2020 er  fram kemur í Fréttatilkynningu  frá Hönnunarmiðstöð.

Ellen hefur starfað síðastliðin 12 ár við stíliseringu og listræna stjórnun fyrir  íslensk og erlend fyrirtæki auk tískutímarita á borð við I-D magazine, ELLE, Glamour, Euroman og Costume. Hún var listrænn stjórnandi hjá Reykjavik Fashion Festival í 4 ár og lærði tísku PR & comunication við London Collage of Fashion. Ellen er einnig stofnandi og listrænn stjórnandi Favorite Magazine, sjálfbært tískutímarit sem selt er í yfir 20 verslunum út heim allan.

Ellen hefur tekið til starfa sem dagskrárstjóri fyrir HönnunarMars 2020 og ber ábyrgð á að halda utanum dagskrá hátíðarinnar í samstarfi við stjórnanda HönnunarMars, Þóreyju Einarsdóttur, 6 manna valnefnd og aðra verkefnastjóra hátíðarinnar. Hún mun vinna með sýnendum og þátttakendum í að tryggja sem bestu gæði í dagskránni hvað varðar staðsetningar, tímasetningar og tengingar á milli viðburða og sýninga.

Til hamingju Ellen.

Búið er að opna fyrir miðasölu á alþjóðlegu ráðstefnuna DesignTalks hefur fest sig í sessi sem einn af lykilviðburðum HönnunarMars. Þann 26. mars 2020 munu framúrskarandi hönnuðir, arkitektar og hugsuðir ræða síbreytilegt hlutverk hönnunar í heimi nýrra áskoranna og stórfelldra breytinga undir þemanu:

NÝR HEIMUR // NÝJAR LEIÐIR. 

Viðburðinum er stjórnað af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuði, ráðgjafa og framtíðarrýni og ásamt henni mun Robert Thiemann vera kynnir en hann er stofnandi og aðalritstjóri FRAME.

ÝTTU HÉR TIL AÐ KAUPA MIÐA

Okkur hlakkar til …

//
TRENDNET

TAX FREE: HÁTÍÐARFÖRÐUN

Skrifa Innlegg