HÚ!
Með tilkomu góðs árangurs íslensku landsliðana síðustu ár hefur áhuginn á landsliðunum okkar aukist mikið um allan heim. Með því að sýna sterkustu hliðar bæði sem lið og sem þjóð höfum við náð ótrúlegum árangri sem heimsbyggðin hefur öll tekið eftir og höfum við sýnt að við getum sigrað hvaða lið sem er.
Við höfum nýtt okkur árangur síðustu ára til að byggja upp nýtt lið, nýjar hefðir og saman munum við taka næsta skref í sögu íslenska landsliðsins og við munum gera það fyrir ísland.
Í gegnum tíðina hefur myndast mikil umræða um hvernig landsliðið getur tekið næstu skref í útliti og ásýnd liðanna. Mesta umræðan hefur snúist um merki KSÍ og svo hvernig búningarnir líta út. Stuðningsmenn hafa margir viljað fá gamla KSÍ merkið aftur og þá hafa margir viljað fá landsliðin í búninga frá öðrum íþróttavöruframleiðanda eins og Puma, Adidas eða Nike.
Fyrr á þessu ári kynnti KSÍ töluverðar breytingar sem óhætt er að segja að landinn hafi tekið vel. Í fyrstu kynnti KSÍ nýtt merki sem á aðeins við um landsliðin og er það skjaldamerkið sem er þar í aðalhlutverki og stuttu síðar staðfesti KSÍ þann orðróm að landsliðin myndu næstu 6 árin spila í búningum frá Puma sem er risastór frétt frá því sem áður var gefur tækifæri á að klæðast búningnum við fleiri tilefni.
KSÍ og Fyrir Ísland sýna búninginn á mjög hversdagslegan hátt í tískuþætti sem tekinn var í Vestmanneyjum í sumar. Trendnet kann vel að meta stíliseringuna sem sýnir æfingafatnaðinn sem meiri tískuvöru en áður.
Auðvitað á maður að kaupa nýjar flíkur til að nota þær … mikið!! Ekki bara á leikdögum.
Hettupeysa undir í sama lit, mjög næs!
Myndir: Svenni Speight
fyririsland.is er opinber stuðningsmannaverslun KSÍ.
Puma kynnti nýjan landsliðsbúning sem er óhætt að segja að sé stórglæsilegur ..
Tekið er nýtt skref í útliti og gæðum á vörunni sem hæfir þeim stað sem landsliðin okkar eru á í dag ..
Stílisti: Anna Clausen, Förðun: Helena Jónsdóttir, Módel: Sigrún Eva Jónsdóttir & Styr Júlíusson
Við getum ekki annað en hrósað KSÍ og Fyrir ísland fyrir þetta nýja flotta skref sem hefur verið tekið – hlökkum til að klæðast íslenska búningnum með stolti á næstu landsleikjum, en líka í skólann, í vinnuna, út í búð ….
ÁFRAM ÍSLAND!
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg