fbpx

TRENDNÝTT

MET GALA: KIM STAL SENUNNI Í KJÓL AF MARLYN MONROE

Það vakti mikla athygli þegar Kim Kardashian mætti í einum frægasta kjól sögunnar á Met Gala. Kjóllinn er sá sami og Marly Monroe klæddist árið 1962 og söng “Happy Birthday” fyrir John F. Kennedy á afmælisdegi forsetans.

Kim mætti með ljósa hárið hennar Monroe og hafði lagt mikið á sig til að passa í kjólinn, en kjóllinn var staðsettur á safni í Orlando sem hafði keypt hann fyrir rúmar 600 milljónir íslenskra króna á sínum tíma. Það var því stranglega bannað að eiga við kjólinn og þurfti Kim að losa sig við um 7 kg á 3 vikum til að passa í gersemina.

Who wore it better?

Kjóllinn vakti gífurlega athygli á sínum tíma, að mestu leyti því hann þótti sýna of mikið af nekt. Þar hafa tímarnir heldur betur breyst og ég efast um að einhver hafi haft það í huga varðandi kjólinn hennar Kim árið 2022.

Það er við hæfi að enda þetta á afmælissöng frá Marlyn Monroe – en Kim talaði um að þetta atriði stæði algjörlega uppúr frá þessum tímum.

Kardashian’s interpretation of the theme came from “the most American thing you can think of”.
“And that’s Marilyn Monroe,” she told Vogue. “For me, the most Marilyn Monroe moment is when she sang Happy Birthday to JFK, it was that look.”

//TRENDNÝTT

FERMINGARGJAFA HUGMYNDIR - ÍSLENSKT Á PAKKABORÐIÐ

Skrifa Innlegg