Trendnet tryllist (!) yfir nýrri fatalínu fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur.
Það er allt óhefðbundið árið 2020 og því fögnum við þegar tískuhús hugsa út fyrir rammann. Hér að neðan sjáum við frumsýningu á íslenskum flíkum sem strax eru farnar í sölu á nýrri vefverslun Magneu, magneareykjavik.com. Að okkar mati það áhugaverðasta sem netið hefur uppá að bjóða inn í helgina ..
PRESSIÐ Á PLAY
Videografía : Studio Fræ, Kóreógrafía: Margrét Bjarnadóttir, Listræn stjórnun: Magnea Einarsdóttir, Módel: Birta Abiba, Margrét Bjarnadóttir, Rósa Bóasdóttir, Sandra Gunnarsdóttir, Urður Vala, Stílísering: Júlía Grønvaldt, Förðun og hár: Ester Rut Þórisdóttir og Sara Björk Þorsteinsdóttir,
Aðstoð á setti: Birgitta Björnsdóttir og María Sanchez.
Made in Reykjavík er lína af yfirhöfnum úr íslenskri ull. Með því að vinna að öllum stigum hönnunarinnar allt frá efnisvali til framleiðslu, innan Reykjavíkur, er miðað að því að bjóða upp á sjálfbærari vöru um leið og kolefnisspor er í lágmarki. Vörurnar verða fáanlegar í versluninni Kiosk Granda og á vefverslunum kioskgrandi.com og magneareykjavik.com –
Myndir: Íris Dögg Einarsdóttir
Til hamingju Magnea.
Happy shopping.
Íslenskt, já takk!
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Hönnunarsjóði ..
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg