Takk 66°Norður fyrir að hefja sölu á þessari hlýju og geggjuðu fatalínu þegar við þurfum hvað mest á því að halda – kæru lesendur, farið varlega í óveðrinu.
Nýja Kríu línan kemur út í dag, 14.febrúar.
Kríulínan er ekki bara flott gæða hönnun heldur er hún líka umhverfisvæn, gerð úr Polartec Neoshell og flísefni sem féll til við framleiðslu fyrirtækisins á síðasta ári. Hún sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.
Hönnun Kríu Neoshell jakkans byggir á útliti upphaflega Kríu jakkans, sem var fyrst framleiddur árið 1991 og naut mikilla vinsælda sem útivistarfatnaður meðal Íslendinga á öllum aldri.
Uppfærð útgáfa jakkans er gerð úr mjög tæknilegu Polartec Neoshell efni sem veitir frábært skjól gegn veðri og vindum án þess að draga úr öndun. Vörurnar eru framleiddar í verksmiðju 66°Norður og í línunni má einnig finna buxur úr Polartec Neoshell efni, hálfrennda Polartec Thermal Pro flíspeysu og vesti, bol, regnhatt og flíshúfu.
Myndir: Ari Magg, Concept: Danni í Döðlum
Línan er fáanleg frá og með hádegi 14. febrúar í völdum verslunum 66°Norður og í vefverslun – 66north.is.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ KRÍU LÍNUNA Í HEILD SINNI
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg