Færslan er unnin í samstarfi við Hótel Geysi
Jólasveinarnir hafa verið gjafmildir og góðir við Trendnet fylgjendur á samskiptamiðlum. Eins og flestir vita þá er Kertasníkir gjafmildastur þeirra bræðra og á því er engin undantekning í ár.
Þetta árið kom hann til byggða með uppskrift að ógleymanlegri upplifun frá nýlega opnuðu glæsihóteli – Hótel Geysi. Haldið ykkur fast! Vinningshafinn hlýtur eftirfarandi:
Gjafabréf í hina glæsilegu Geysir svítu þar sem gestir njóta ógleymanlegrar upplifunar. Svítan er um 90 fermetrar, með baðkari, setustofu, borðstofu og stórum svölum með ótrúlegu útsýni allan hringinn í þessari náttúruperlu.
Á herbergjunum bíður gestanna sætur og ljúffengur bakki og gómsætur drykkur.
Til að fullkomna þessa upplifun fær vinningshafinn gjafabréf fyrir 2 á Geysir veitingahús sem hjóðar uppá ævintýralega góðan þriggja rétta kvöldverð sem lætur bragðlaukana dansa með sérvöldu borðvíni og Geysir fordrykk.
Leikreglur finnið þið neðar í færslu.
Hótel Geysir opnaði nýtt og glæsilegt hótel þann 1. ágúst. Hótelið, sem er fjölskyldurekið, er hannað af Brynhildi Sólveigardóttur og Leifi Welding og var verkfræðihönnun í höndum Emils Þórs Guðmundssonar. Þeirra samvinna hefur skilað sér í einu glæsilegasta hóteli landsins þar sem hugsað var útí hvert smáatriði.
Hótelið er staðsett í nálægð við eina helstu náttúruperlu Íslands í hjarta Suðurlands, aðeins í um klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík. Við uppbyggingu hótelsins var lögð megin áhersla á hógværð byggingar í umhverfinu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun, en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins.
Á hótelinum má finna 77 herbergi, þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina og eru þó óvenju rúmgóð miðað við hefðbundin hótelherbergi.
Hótelið upphitað með grænni orku
Við þurfum öll að vera meðvituð um að auðlindir okkar eru takmarkaðar og geta umhverfisins til að viðhalda lífsnauðsynlegum ferlum verður því auðveldlega raskað. Hótelið hefur tileinkað sér sjálfbæra stefnu þar sem markmiðið er að sameina sjónarmið náttúrunnar og þarfir gesta. Hótel Geysir er starfrækt og upphitað eingöngu með grænni og endurnýjanlegri orku. Allt rafmagn sem notað er á hótelinu er framleitt af vatnsaflsvirkjunum. Þá er náttúruleg uppspretta affallsvatns sem er sjálfrennandi frá hverasvæðinu til hótelsins nýtt til upphitunar á hótelinu.
Hótel Geysir leggur einnig sitt af mörkum til að vernda votlendið og hefur fjárfest í um 70 hekturum af votlendi. Þar að auki er mikið kapp lagt á skógrækt og hefur gríðarlegum fjölda trjáa verði plantað í árlegri plöntun trjáa hjá þeim.
Í samræmi við umhverfisverndarstefnu hótelsins völdu þau Sjöstrand kaffivélar og Sjöstrand kaffi fyrir öll herbergin en hylkin frá Sjöstrand innihalda lífrænt kaffi, skilja eftir sig jákvætt umhverfisspor og samsvara hæsta gæðastuðli um niðurbrjótanlegar vörur. Rúmin eru dásamleg og koma frá Jensen og sængurfötin frá Geysir verslun. Í öllum herbergjunum má síðan finna lífrænar umhverfisvænar sápur og hárvörur frá Sóley.
Íslensk matarhefð í hávegum höfð
Geysisvæðið hefur uppá margt að bjóða
Golfvöllur er við hlið hótelsins, góðar gönguleiðir, útivistarpardís í Haukadalsskógi, veiði, flúðasiglingar, hestaleigur og stutt í ferðir á Langjökul sem og hálendisferðir. Þar af leiðandi er Geysissvæðið tilvalið til ferðalaga þar sem stutt er í fjölbreytta afþreyingu.
Hvernig hljómar nótt í glæsilegri svítu á Hótel Geysir, ævintýraleg þriggja rétta máltíð og vín? Upplifunin gæti orðið þín …
LEIKREGLUR
- Deildu þessari færslu á Facebook með “share” hnappi lengst til vinstri.
- Skrifaðu “Gleðileg jól” (eða aðra jólakveðju) í athugasemd undir eigin nafni.
Megi heppnin vera með þér! Við drögum út á aðfangadag.
Fyrir ykkur sem eigið eftir að finna sniðuga gjöf í jólapakkann þá er boðið uppá jólatilboð á gjafabréfum á hótelið – t.d. herbergi fyrir 2 með morgunmat á 25.000 kr. Meira um málið HÉR eða á www.hotelgeysir.is
Hátíðarkveðjur,
//TRENDNET
Skrifa Innlegg