fbpx

TRENDNÝTT

JÓLIN Í BODY SHOP – DREAM BIG!

KYNNING
Færslan er unnin í samstarfi við Body Shop á Íslandi

Body Shop fer skemmtilegar leiðir í jólaherferð sinni í ár og fanga svo sannarlega jólaandann. Herferðin ber nafnið Dream Big og snýst um að hvetja fólk til dreyma stórt, stefna hátt og ná markmiðum sínum. Body Shop hefur samhliða herferðinni tekið saman við samtökin Plan International – góðgerðarsamtök sem sérhæfa sig í að berjast fyrir réttindum barna og jafnrétti ungra kvenna. Þannig fer hluti af hverri sölu í nóvember og desember í að styrkja verkefnið og í þetta skiptið er áhersla lögð á menntun og starfsþjálfun ungra kvenna í Indónesíu og Brasilíu.

Jólalínurnar frá Body Shop eru þjár í ár – Juicy Pear, Warm Vanilla og Rich Plum. Vandaðir ilmir og ættu allir að geta fundið sér ilm við hæfi. Vörurnar er hægt að kaupa stakar eða í fallegum gjafaeiningum í mismunandi stærðum sem henta vel í jólapakkann eða bara sem skemmtileg tækifærisgjöf.

Jóladagatölin vinsælu frá Body Shop verða einnig á sínum stað og eru þau frábær kostur fyrir þá sem ætla að fara rólega í súkkulaðidagatölin en vilja samt sem áður dekra smá við sig fyrir jólin. Dagatölin koma í  þremur stærðum Entry, Deluxe og Ultimate. Allar vörurnar koma í fallegum jólaumbúðum sem eru einstaklega fallegar í ár – innblásnar af jólum fortíðar.
Já – jólin nálgst hratt…

DREAM BIG!

//
TRENDNET

STÚLKA - EKKI BRÚÐUR

Skrifa Innlegg