fbpx

TRENDNÝTT

Íslenski dansflokkurinn sló í gegn í Gautaborg

FÓLK

Síðastliðinn föstudag frumsýndi Íslenski dansflokkurinn dans- og tónverkið AIÕN eftir Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra Íd, og Önnu Þorvaldsdóttur, tónskáld. Þakið á Tónlistarhúsi Gautaborgar ætlaði hreinlega að rifna af í lok sýningar, slík voru fagnaðarlætin.  Sýningargestir voru í skýjunum með sýninguna og sögðu margir þetta hafa verið það magnaðasta sem þeir höfðu upplifað.

Erlendir fjölmiðlar keppast við að hrósa verkinu en Dagens Nyheter í Svíþjóð segir AIÕN vera “náttúruafl”, spænska ritið El País segir AIÕN vera “hljómandi velgengni” sem “hreyfði verulega við fólk og fékk það til að hugsa” og þýska ritið Die Presse segir AIÕN sýna að “tónlist og hreyfingar eru skapaðar fyrir hvort annað”.

Nú þegar er kominn verulegur áhugi frá sinfóníuhljómsveitum víðs vegar um heim um að fá að flytja AIÕN á sínum heimaslóðum, enda er tónlistin mjög falleg og tilfinningaþrungin, dansinn áhrifamikill og ekki oft sem hljómsveitarmeðlimir fá tækifæri til að “dansa” á eigin sinfóníutónleikum. Hljómsveitarmeðlimir Gautaborgar Sinfóníunnar fluttu tónlist Önnu Þorvaldsdóttur af einstakri snilld og gekk allt samspil dansara Íslenska dansflokksins og hljómsveitar eins og í sögu.  

AIÕN verður sýnt hér heima á Íslandi þann 1. apríl 2020 ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í Hörpu.  

AIÕN er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar. 

Áfram Ísland!

//
TRENDNET

H&M Í SAMSTARFI VIÐ LOVE STORIES KYNNIR NÝJA SUNDFATALÍNU

Skrifa Innlegg