fbpx

TRENDNÝTT

H&M Í SAMSTARFI VIÐ LOVE STORIES KYNNIR NÝJA SUNDFATALÍNU

KYNNING

H&M kynnir med stolti samstarfsverkefni með hollenska undirfatamerkinu Love Stories. Þetta er er í annað sinn sem tískumerkin sameina krafta sína en í fyrra hönnuðu þau í sameiningu undirfatalínu sem vakti mikla lukku. Elísabet Gunnars sagði frá því HÉR á sínum tíma.
Stofnandi og hönnuður Love Stories, Marloes Hoedeman og hönnunarteymi H&M hönnuðu í sameiningu línuna Swimclub x H&M. Línan fer í sölu í völdum verslunum um allan heim í byrjun júní, þar á meðal í H&M Smáralind.

Baðfatalínan er leikandi og skemmtilegt í senn, með pastel litum sem minna á sælgæti, rómantísk munstur og öðruvísi snið. Flíkurnar eru í anda Marloes Hoedeman, sem að eigin sögn elskar að blanda saman mismunandi stílum og því er hægt að klæðast flíkunum úr línunni á margvíslegan hátt.

„Það er algjör draumur að fá að starfa aftur með H&M og geta boðið viðskiptavinum upp á klassískar Love Stories flíkur á frábæru H&M-verði. Love Stories Swimclub x H&M er í anda stefnu okkar um að geta blandað saman mismunandi munstrum og flíkum og er hönnuð með heillandi sumarfrí í huga – hvort sem að það er hangs við sundlaugabakkann með kokteil í hönd eða ærslagangur á brimbretti,” segir Marloes Hoedeman stofnandi Love Stories.

Línan er innblásin af áttunda áratuginum og verkum eftir ljósmyndaranum Slim Aarons. Marloes dregur einnig mikinn innblástur frá fríum á eyjunni Ibiza, en línan er ætluð týpunni sem er jafn líkleg til að henda sér á brimbretti sem og að hanga á sundlaugabakkanum. Litapallettan samanstendur af rykbleikum, antíkgrænum og appelsínugulum. 

//
TRENDNET

MONKI OPNUN: BLEIKT ÞEMA

Skrifa Innlegg