fbpx

TRENDNÝTT

HYGGE Á HÓLMASLÓÐ – LADY BREWERY, LISTVAL, OMNOM, SJÖSTRAND & SÓLEY

KYNNING

Miðvikudaginn 14. desember, kl. 17-19, verður blásið til hygge og hátíðar á Hólmaslóð 4 & 6 á Grandanum. Lady Brewery, Listval, Omnom, Sjöstrand og Sóley bjóða í kósí jólapartý og taka vel á móti gestum með jólakærleik í hjarta. Auðvitað verður boðið uppá eitthvað að smakka, góð tilboð og kosti að kaupa í jólapakka handa ástvinum.

Það er því tilvalið að taka after-work rölt á Grandanum, þó það sé ekki nema bara til að njóta kræsinga og hafa það notalegt.

Flettið niður til að sjá góðar jólagjafahugmyndir og tilboð.

LADY BREWERY

Lady býður uppá tilboðspakka fyrir jólin, bjór á sérstöku jólaverði og fría innpökkun. Með því verður boðið uppá piparkökur, blámyglu ost og blóð appelsínur.

LISTVAL

Listval verður með listamannaspjall kl. 18:00,  Áslaug Íris Katrín segir frá sýningunni Bergmál sem nú stendur yfir í Listvali á Granda. Þá munum við bjóða upp á púrtvín og piparkökur.

OMNOM

Omnom býður uppá smakk á girnilegu súkkulaði og 2fyrir1 af gómsæta jólaísnum sínum sem ber nafnið Saran.

SJÖSTRAND

Sjöstrand býður 15% afslátt af öllum vörum þennan dag, aðeins í verslun á Hólmaslóð 4. Þá verða nýir setningabollar frá snillingunum í Studio Allsber frumsýndir og til sölu. Að sjálfsögðu verður boðið uppá kaffi og konfekt og góðan jólaanda.

SÓLEY

Settir hafa verið saman sérstakir jólapakkar hjá SÓLEY og að auki verður 15% afsláttur af öllum vörum hjá þeim. Boðið verður uppá jólaglögg, piparkökur og gráðost – jólatríó eins og það gerist best.

Við mælum svo sannarlega með Hygge á Hólmaslóð miðvikudaginn 14. desember klukkan 17-19.
//TRENDNÝTT

AÐVENTUDAGATAL OMNOM ER KOMIÐ Í SÖLU

Skrifa Innlegg