fbpx

TRENDNÝTT

AÐVENTUDAGATAL OMNOM ER KOMIÐ Í SÖLU

KYNNING
Njóttu aðventunnar með Omnom!
Hið vinsæla Aðventudagatal er komið í sölu, dagatal sem kemur í takmörkuðu upplagi og færri fá en vilja – við mælum mikið með!
 Í ár kemur dagatalið í fjórum veglegum öskjum, ein fyrir hvern sunnudag í aðventunni.

Omnom býður upp á fjórar ólíkar bragðupplifanir, handgert gæðasúkkulaði og mikið góðgæti. Gjafaaskjan er svört með fallegri gyllingu og er fullkomin viðbót við Vetrarlínuna, sem söfnunargripur.

Hver og ein bragðupplifun kemur í glæsilegri og vandaðri tindós sem nýtur sín vel sem skraut á jólatrénu eða á fallegri aðventugrein. Advent Sundays er munaður fyrir bragðlaukana.

Í Advent Sundays gjafaöskjunni má finna:

  • Ristaðar möndlur hjúpaðar með dökku súkkulaði og þurrkuðum hindberjum
  • Mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði
  • Saltaðar möndlur hjúpaðar með karamellusúkkulaði
  • Mjólkusúkkulaðihúðaðar heslihnetur

Dagatalið fæst í verslun Omnom á Hólmaslóð og vefverslun, HÉR
Einnig fáanleg í EPAL og Vínberinu og í verslun Lyst á Akureyri.

Nú mega jólin koma … eða er þetta fullsnemmt? Við hlökkum allavega til að telja niður til jóla með íslenska Omnom.

//TRENDNET

STÓRKOSTLEG HÖNNUNARPERLA Í FOSSVOGI

Skrifa Innlegg