fbpx

TRENDNÝTT

Hvaða þætti og bíómyndir eru stjörnurnar að horfa á?

Raunveruleikaþættir Bieber hjóna, glæpaseríur með Kim Kardashian eða Óskarverðlaunamynd með Bradley Cooper?

Það eru allir að horfa á eitthvað þessa dagana og margir kannski orðnir uppiskroppa með hugmyndir að nýju efni. Trendnet skoðaði hvað stjörnurnar voru að horfa á til að veita ykkur innblástur að nýju efni –

JUSTIN OG HAILEY BIEBER – LOVE IS BLIND (2020)

Justin Bieber var viðmælandi hjá Ellen og sagði þar frá því að hann og eiginkona hans fylgdust með raunveruleika sápuóperunni Love is blind. Hann talaði um að serían væri alveg galin og hann elskaði það.

Þið finnið seríuna á Netflix.

SOPHIE THURNER – HANNIBAL (2013)

Leikkonan Sophie Turner sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sansa Stark úr Game of Thrones. Hún fylgist með hryllings seríunni Hannibal þessa dagana.

Þið finnið seríuna á iTunes.

BRADLEY COOPER – GREEN BOOK (2018)

Leikarinn Bradley Cooper, sem allir elska eftir hlutverk hans í A Star is Born hefur áður gefið það út að hann elski Óskarverðlauna myndina Green Book. Myndin fjallar um dyravörð sem samþykkir að verða bílstjóri tónlistarmannsins Dr Don Shirley á tveggja mánaða tónleikaferðalagi hans.

Þið finnið myndina á Viaplay.

JENNIFER LAWRENCE – KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS (2007)

Jennifer Lawrence hefur oft og mörgum sinnum viðurkennt dálæti sitt á raunveruleikaþáttum og Keeping Up With the Kardashians er í sérstöku uppáhaldi. Á síðasta ári var hún gestur í seríunni þegar hún átti stutt Facetime samtal við Kris Jenner.

JENNIFER LOPEZ – GAME OF THRONES (2011)

Söngkonan Jennifer Lopez er mikill aðdáandi Game of Thrones. Hún gaf það sterklega í skyn þegar hún birti eftirfarandi mynd á Instagram.

Þið finnið seríuna á Stöð2 Maraþon.

KIM KARDASHIAN – FORENSIC FILES (1996)

Kim Kardashian er mikill aðdáandi af sönnum glæpaseríum og þá sérstaklega heimildarseríum eins og Forensic Files. Ekki fylgdi sögunni hvort Kaney West væri eins hrifinn.

Þið finnið seríurnar á Netflix.

MILEY CYRUS – GRACIE & FRANKIE (2015)

Söngkonan og leikkonan Miley Cyrus er mikill aðdáandi að grínþáttunum Gracie & Frankie með Jane Fonda og Lyli Tomlin í aðalhlutverkum. Miley hefur tvítað um dálæti sitt á seríunum, að hún hafi loksins fundið sitt uppáhald. Þessi áhugi Miley varð til þess að áhorf jókst til muna.

Þið finnið seríuna á Netflix.

RIHANNA – BREAKING BAD (2008)

Rihanna er mikill aðdáandi Breaking Bad og vakti það mikla athygli þegar hún hoppaði útúr bíl sínum til að fá mynd af sér með Aaron Paul sem leikur Jesse Pinkman í þáttunum.

Þið finnið seríuna á Netflix.

EMILY BLUNT – KRAMER VS. KRAMER (1979)

Leikkonan Emily Blunt er mikill aðdáandi klassísku myndarinnar Kramer vs. Kramer og hefur sagt frá því í viðtölum að myndin fái hana alltaf til að gráta.

Þið finnið myndina á Viaplay.

//TRENDNET

 

 

HVERNIG BÚA JOHN LEGEND OG CHRISSY TEIGEN?

Skrifa Innlegg