fbpx

TRENDNÝTT

HVERNIG BÚA JOHN LEGEND OG CHRISSY TEIGEN?

FÓLK

Það væsir ekki um stjörnuhjónin söngvarann John Legend og fyrirsætuna og áhrifavaldinn Chrissy Teigen sem nýlega festu kaup á nýju húsnæði í Hollywood. Þau láta sér það ekki næga því þakíbúð í New York fór einnig í innkaupakörfuna. Fyrir eiga þau annað heimili í Hollywood  og því er líklegt að þau séu með kaupunum að koma peningum sínum fyrir í eignum, sem er vissulega smart leið þegar þú átt  mjög mikið af þeim.

Kíkjum í heimsókn á nýju auka heimilin, hér að neðan –

Hollywood húsið er staðsett í Vestur Hollywood í Los Angeles. Húsið er nýtt og er byggt í modernskum stíl með stórum gluggum og opnu rými. Stóru gluggarnir gera það að verkum að erfitt er að greina muninn á inni og úti.

Opið eldhús,  ljósir litir

Hér gæti okkur liðið vel. Kælum okkur í lauginni, já takk.

Það gæti orðið heitt í þessu sjónvarpsherbergi.

Húsið er með fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi.En  …  Hollywood húsið er ekki það eina sem hjónin festu kaup á nýlega  því þakíbúð í Nolita, New York, að andvirði átta milljónir dollara varð líka þeirra á dögunum. Íbúð sem keypt var í sama húsi og hjónin eiga íbúð fyrir –

Íbúðin á Manhattan býður upp á klassískt New York lúkk. Franskir gluggar og stór þakgarður.

New York heimilið er í grófum stíl ..

.. með hlýlegu viðmóti.

Fallegir gluggar í opnu eldhúsi.


Hér viljum við bjóða góða nótt.

Þessar nýju fréttir af eignum þeirra hjóna er ekki allt því þau eiga miklu fleiri sem eru eins og þessi tvö að ofan, ætluð fjöskyldunni  sem “auka heimili”. Þeirra “aðal” heimili er staðsett í Beverly Hills og var keypt af söngkonunni Rihönnu fyrir fjórum árum síðan. Kíkið í heimsókn þangað með því að smella HÉR fyrir áhugasama.

// TRENDNET

H VERSLUN FAGNAR AFMÆLI MEÐ AFSLÆTTI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arnhildur Anna

    25. April 2020

    Okei já takk!