fbpx

TRENDNÝTT

HVAÐ HEITA STJÖRNURNAR Í RAUN OG VERU?

Það er þekkt að listamenn noti svokallað listamannanafn fyrir verk sín. En vissuð þið að það er algent að leikarar og söngvarar geri það sama? Trendnet tók saman nokkra leikara sem heita eitthvað allt annað en nöfnin sem við þekkjum þau undir og ástæðuna fyrir nafnbreytingu þeirra.

Ef þið fengjuð að velja ykkur nafn – hvað mynduð þið velja? Stjörnurnar hafa sótt innbástur í gælunöfn sem þau höfðu í æsku, frá fyrirmyndum eða notað millinöfn sín sem fáir þekktu.

ALICIA KEYS – NAFN: ALICIA AUGELLO-COOK

Söngkonan hefur sagt frá því í viðtölum að fyrst hafi hún viljað kalla sig Alicia Wild en móðir hennar hafi ráðlagt henni að finna annað nafn þar sem henni fannst það minna á nafn nektardansmeyjar. Nafnið Keys varð fyrir valinu þar sem það passaði vel við píanóhæfileika söngkonunnar.

BRAD PITT – NAFN: WILLIAM BRADLEY PITT

Það eru fáir sem vita að skírnarnafn óskarsverðlauna leikarans er William.

GIGI HADID – NAFN: JELENA NOURA HADID

Ofurfyrirsætan sagði frá því að Gigi hefði verið gælunafn bæði hennar og móður hennar sem barn. Nafnið festist við hana í barnaskóla þegar hún var í bekk með annari stúlku sem bar nafnið Jelena. Kennari spurði móður Gigi hvort hún ætti eitthvað gælunafn sem mætti nota og síðan þá hefur hún verið kölluð Gigi.

LADY GAGA – NAFN: STEFANI JOANNE ANGELINA GERMANOTTA

Listamaðurinn hefur mikið dálæti á hljómsveitinni Queen og fékk hún innblástur af nafninu frá þeim. Árið 1983 gaf hljómsveitin út smellinn Radio Ga Ga sem varð til þess að leik- og söngkonan tók upp nafnið Lady Gaga.

MILEY CYRUS – NAFN: DESTINY HOPE CYRUS

Destiny Hope var þekkt sem glöð stúlka sem barn og bar gælunafnið Smiley innan fjölskyldunnar. Þegar hún varð eldri lék hún sé með gælunafnið og byrjaði að kalla sig Miley. Árið 2008 breytti hún síðan alfarið nafninu sínu í Miley.

EMMA STONE – NAFN: EMILY JEAN STONE

Þegar leikkonan var 16 ára stefndi hún á frægð og frama í Hollywood. Hún sá það sem galla að önnur fræg leikkona bar nafnið Emily Stone og breytti sínu því í Emma. Vinir hennar einfalda nafnið síðan enn frekar og kalla hana einfaldlega – M.

NATHALIE PORTMAN – NAFN: NETA-LEE HERSHLAG

Leikkonan á rætur að rekja til Israel og hlaut þar af leiðandi Hebreskt nafn. Þegar fjölskyldan flutti síðan til Bandaríkjanna þá breyttu þau eftirnafniu í Portman og síðar breyttist Neta-Lee í Nathalie.

LANA DEL REY – NAFN: ELIZABETH WOOL-RIDGE GRANT

Þegar söngkonan var 25 ára bar hún listamannsnafnið Lizzy Grant og hafði ekki hlotið mikla athygli. Hún ákvað þá að byrja uppá nýtt með nýju nafni og varð Lana Del Rey fyrir valinu og í framhaldinu fór ferillinn á flug.

HALSEY – NAFN: ASHLEY FRANGIPANE

Aðdáendur söngkonunnar töldu að rekja mætti nafnið til fæðingarnafns hennar og að stöfunum hefði verið endurraðað. Það var þó ekki ástæðan því söngkonan sagði frá því að á sínum yngri árum fór hún oft til vinkonu sinnar sem bjó á Halsey Street í New York til að semja tónlist. Þegar komið var að því að söngkonan ætlaði að gefa efnið út þá fannst henni nafnið kjörið.

JOAQUIN PHOENIX – NAFN: JOAQUÍN RAFAEL BOTTOM

Óskarsverðlauna leikarinn óx upp í trúarsamfélaginu Bottom og bar því það eftirnafn. Fjölskyldan yfirgaf samfélagið og breytti eftirnafninu í Phoenix.

DEMI MOORE – NAFN: DEME GENE GUYNES

Þegar leikkonan var 17 ára giftist hún rokkstjörnunni Freddy Moore og tók í leiðinni eftirnafn hans. Þau voru gift í rúm 4 ár og eftir skilnaði hélt hún eftirnafninu sem hún varð orðin þekkt undir, í leiðinni skipti hún út e fyrir i í fornafninu.

BRUNO MARS – NAFN: PETER GENE HERNANDEZ

Söngvarinn fékk gælunafnið Bruno sem barn og þar sem honum fannst Hernandez tengjast latino tónlist þá valdi hann eftirnafnið Mars með.

NICKI MINAJ – NAFN: ONIKA TANYA MARAJ

Sönkonan hefur sagt frá því að hún hafði ekkert að segja um listamanns nafn sitt. Það var maður sem vann fyrir útgáfufyrirtæki sem valdi nafnið áður en hún skrifaði undir sinn fyrsta samning. Hún er sögð hafa sett sig á móti nafninu án árangurs. Hún er enn þann dag í dag ósátt með Minaj nafnið og fjölskylda og vinir kalla hana ávallt Onika.

CALVIN HARRIS – NAFN: ADAM RICHARD WILES

Plötusnúðurinn byrjaði að gefa út Soul tónlist. Hann valdi nafnið af þeirri ástæðu að hlustendur gætu ekki vitað litarhátt hans.

JAMIE FOXX – NAFN: ERIC MARLON BISHOP

Þegar Eric byrjaði feril sinn sem uppistandari valdi hann nafn sem gæti skilist sem kvenmanns nafn. Ástæðan fyrir því var að það var mikill skortur á konum í bransanum og því var auðveldara að fá tíma á sviði í upphafi ferils. Þetta var því “unisex” nafn sem hann valdi í upphafi ferils.

JOHN LEGEND – NAFN: JOHN ROGER STEPHENS

John var kallaður Legend af vinum sínum og þróaðist það yfir í listamannsnafn söngvarans.

KATY PERRY – NAFN: KATHERYN ELIZABETH HUDSON

Katy Perry var hliðarsjálf söngkonunnar sem hún tók sem ung kona til að skilja að sitt venjulega líf frá listamannalífinu. Hún skapaði þennan karakter sem hún segist geta hoppað í og úr eftir hentugsemi.

LORDE – NAFN: ELLA MARIJA LANI YELICH-O’CONNOR

Söngkonan vildi finna kröftugt listamannsnafn sem myndi virka eitt og sér. Ella fannst henni ekki nógu sterkt og sérstakt þó svo að hún noti það í sínu daglega lífi.

//TRENDNET

Heimildir: Harper’s Bazaar
Myndir: TT

BÖRN FRÆGA FÓLKSINS Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg