fbpx

TRENDNÝTT

BÖRN FRÆGA FÓLKSINS Á INSTAGRAM

FÓLK

Frægðin byrjaði hjá foreldrunum en nú hafa börnin tekið við .. Hverjum fylgjum við á Instagram?

Tíminn líður hratt og við horfum á börn Hollywood stjarnanna stækka. Nokkur þeirra mættu ung á samfélagsmiðla og við fylgjumst með þeim þroskast í fullorðna einstaklinga. Sumir velja að feta sömu leið og foreldrarnir á meðan aðrir fara í aðra átt.

Hér að neðan eru nokkrir virkir – einhverjir af lesendum Trendnet þekkja örugglega börnin betur en foreldrana.

BROOKLYN BECKHAM

 

Það eru 12 milljónir manna sem fylgja hinum 21 árs Brooklyn Beckham á Instagram. Brooklyn er listrænn og hefur lýst því yfir að þar heilli ljósmyndun mest. Þar ætlar hann sér langt og nú þegar hefur hann myndað fyrir hátískuna.

Þó 12 milljónir sé ansi há tala þá eru foreldrar hans með töluvert forskot en pabbinn, David Beckham, er  með 62 milljónir fylgjenda og mamman, Victoria Beckham er með 28 milljónir fylgjenda.

KAIA GERBER

Fylgjendur: 5,5 milljónir

Fyrrum súpemódelið Cindy Crawford og eiginmaðurinn  Rande Gerber eiga tvö börn saman – Presley og Kaiu.

Kaia hefur fetað í fótspor móður sinnar og er sjálf orðin ein vinsælasta fyrirsæta heims, aðeins 18 ára gömul. Hún er virk á Instagram þar sem við fiinnum myndir frá tískusýningum, myndatökum og einkalífi.

AVA PHILLIPPE

Fylgjendur: 883 000.

Dóttir leikkonunnar Reese Witherspoon er algjör eftirmynd móður sinnar í útliti.

IRIS LAW

Leikarinn Jude Law var giftur leikonunni Sadie Frost frá 1997 til 2003. Saman eiga þau þrjú börn.
Sú elsta er orðin 19 ára og vinnur sem fyrirstæta, hún hefur verið heppin  með verkefni en ásamt öðru þá var hún andlit Burberry í nýlegri herferð.

ZOË KRAVITZ

 

Fylgjendur: 5,7 milljónir.

Zoë Kravitz er dóttir rokkstjörnunnar Lenny Kravitz og leikonunnar Lisu Bonet. Zoe er ekkert barn lengur en 31 árs leikonan hefur gert það gott  innan kvikmyndabransans í mörg ár.

LILY-ROSE DEPP

 

Fylgjendur: 3,6 milljónir.

Johnny Depp og Vanessa Paradis voru í 14 ára sambandi og eignuðust á þeim tíma börnin Lily Rose og Jack.

Hin tvítuga Lily-Rose Depp gerir það gott sem fyrirsæta og hefur td verið andlit Chanel í nokkrum herferðum.  Auk fyrirsætuferils sjáum við hana á skjánum sem leikkona og þar fetar hún í fótspor foreldra sinna.

HAILEY BIEBER

 

Fylgjendur: 26,6 milljónir.

Áður fyrr var það Stephen Baldwin sem var mest þekktur í fjölskyldu Hailey Bieber, nú heldur dóttirin fast í hæla föður síns eftir að hún giftist Justin Bieber og landar samningum við stærstu merkin sem módel.

WILLOW OCH JADEN SMITH

https://www.instagram.com/p/B1-RTqygDLp/?utm_source=ig_embed

Fylgjendur Willow með 6,2 milljónir og Jaden með 14,7 milljónir.

Will Smith og Jada Pinkett-Smith eiga börnin Jaden og Willow. Systkynin hafa verið lengi í  sviðsljósinu því þau byrjuðu bæði að leika sem börn. Sem  dæmi var Jaden í The Pursuit of Happiness átta ára gamall og Willowvar sjö ára þegar hún lék í I am legend. Þau hafa líka unnið mikið í tónlist og finna sig á mörgum sviðum listgreina þar sem tónlist virðist vera vinsælust. Þau eru líka með brennandi áhuga á að bjarga heimi jarðar og sem dæmi hafa þau unnið verkefni með hinni frábæru Gretu Thunberg – flottar fyrirmyndir.

//
TRENDNET

Hvaða þætti og bíómyndir eru stjörnurnar að horfa á?

Skrifa Innlegg