fbpx

TRENDNÝTT

HÚRRA REYKJAVÍK FAGNAR 5 ÁRA AFMÆLI MEÐ BÓKAÚTGÁFU

Húrra Reykjavík fagnar um þessar mundir fyrsta stórafmælinu, en þann 5. september sl. voru fimm ár frá því að verslunin að Hverfisgötu 50 lauk í fyrsta sinn upp dyrum sínum.

Í tilefni afmælisins kynna þau með stolti bókverkið Húrra Reykjavík 2014-2019.

“Um er að ræða einstaklega veglega 350 blaðsíðna ljósmyndabók sem inniheldur alla helstu myndaþætti sem komið hafa úr okkar framleiðslu frá upphafi. Í bókinni eru ljósmyndir eftir marga af hæfileikaríkustu ljósmyndurum landsins og eru síður hennar príddar ótal kunnulegum andlitum úr íslensku menningarlífi.

Fram að þessu hefur allt okkar myndefni nánast eingöngu verið birt á samfélagsmiðlum og því finnst okkur mikið gleðiefni að efnið fái loksins að njóta sín á miðli þar sem ljósmyndunum og fólkinu sem vann að þeim er gert almennilegt réttlæti.”
Bókina hannaði Þorgeir K. Blöndal.


Bókin verður fáanleg í verslunun Húrra Reykjavík frá laugardeginum 14. september og kostar 6.990 krónur.

Til hamingju með 5 ára afmælið Húrra Reykjavík!

// TRENDNÝTT

ER ÞETTA ER LITUR ÁRSINS 2020?

Skrifa Innlegg