Reykjavik International Film Festival fer af stað í 16. skiptið núna í lok septembermánaðar (26.09-06.10) og Trendnet fylgist grannt með!
Ein af heimildarmyndunum sem verður sýnd á hátíðinni í ár er House of Cardin sem tískuáhugafólk má alls ekki láta fram hjá sér fara. Myndin fjallar um hinn mikla Pierre Cardin sem setti setti sitt mark á tískuheiminn. Pierre er fæddur í Ítalíu en bjó stærstan hluta af lífi sínu í Frakklandi. Ferilinn byrjaði hjá Christian Dior eftir að honum var neitað um starf hjá Balenciaga í kringum 1947. Um 1950 stofnaði Cardin sitt eigið merki og þar fékk sköpunargáfa hans að njóta sín. Hann var algjör frumkvöðull á sínu sviði – tíska, hönnun, arkítektúr og ekki síður viðskipta innan þessa heims. Hann var langt á undan sinni samtíð með framtíðarsýn sem mótaði heim tísku og hönnunar. Pierre var fyrstur til að herja á alþjóðlega markaði og seldi á undan öðrum t.d. til Indlands, Japan og Rússlands og vakti mikla athygli fyrir tískusýningu sína á Kínamúrnum. Þessi áhugaverði hönnuður er þekktastur fyrir að ögra tískuheiminum og lögmálum hans og er saga hans einstaklega áhugaverð.
Myndin er sýnd þrjá daga hátíðarinna í Bíó Paradís:
Sunnudaginn 29.09 – 19:00
Þriðjudaginn 01.10 – 17:00
Sunnudaginn 06.10 – 15:30
Ekki skemmir fyrir að hin íslenska Margrét Hrafnsdóttir er ein af framleiðendum myndarinnar.
Pressið á PLAY hér að neðan til að vita meira um hvað koma skal –
Milljónir þekkja vörumerkið fræga en fáir vita hver maðurinn er sem býr að baki hinu gríðarlega þekkta tískufatamerki. Við leitum svara við spurningunni: Hver er Pierre Cardin? Hver er sagan að baki goðsögninni? Hér fáum við að gægjast inn í huga snillingsins í heimildamynd sem greinir frá lífi og hönnun Cardins. Hr. Cardin er sannur frumkvöðull og hefur gefið leikstjóranum einkaaðgang að safni sínu og veldi og lofar fordómalausum viðtölum við lok síns glæsta ferils.
ALLIR Í TÍSKU-BÍÓ!
Kauptu þér miða á hátíðina HÉR og kynntu þér dagskránna HÉR
//TRENDNÝTT
Skrifa Innlegg