fbpx

TRENDNÝTT

Hættum að urða – skrifaðu undir hér!

KYNNING

Átakinu Hættum að urða – Finnum Lausnir var nýlega hrint af stað og snýst um að safna undirskriftum almennings og skora í framhaldinu á stjórnvöld að hætta alfarið urðun á sorpi og leita nýrra leiða.

Til að byrja með er rétt að segja frá því að urðun snýst um að grafa rusl ofan í jörðina í stað þess að endurvinna.

Mynd frá urðunarstað Sorpu

Á okkar litla landi eru urðuð um 217.000 tonn af sorpi árlega. Það er meira en 20 Eiffel turnar af rusli.

Þegar við gröfum rusl í jörðina getur jarðvegurinn mengast. Þannig getur drykkjarvatnið okkar mengast með óþarfa sóðaskap. Þegar við gröfum rusl í jörðina eyðileggjum við verðmætan jarðveg til margra árþúsunda. Rotnandi rusl skapar hættulegar gróðurhúsalofttegundir, eins og metan, sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Metan er mun virkari en CO2 og á því stóran þátt í hlýnun jarðar.

Einstaklingar þurfa að endurskoða sitt neyslumynstur og þar eru tíska og trend engin undantekning. Með því að kaupa minna verður til minna af rusli. Það er því mikilvægt að hafa þetta bakvið eyrað við kaup – hversu lengi nýtist hluturinn mér áður en hann verður að rusli? Hef ég möguleika á að kaupa hluti sem verða kannski aldrei að rusli?

Þessi fatahaugur í Ástralíu sýnir hversu mikið magn af fötum fer í landfyllingu þar í landi á hverjum 10 mínútum – já, þið lásuð rétt, 10 mínútum!

Tískuiðnaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur þegar kemur að neysluvenjum og umhverfisáhrifum. Ef við skoðum ársskýrslu Sorpu fyrir 2018 þá má sjá að um 3,1% af almennu sorpi árið 2018 er klæði og skór, eða um 4,4 kg. á íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Ef við heimfærum þessar tölur á allt Ísland þá erum við að henda um 1.570 tonnum af fötum og skóm á ári hverju – sem enda þá í urðun. Þessar tölur innihalda ekki það sem er endurunnið eða endurnýtt og má því áætla að þessi tala sé yfir 10 kg. á íbúa. Ótrúlegar tölur!

Til að sýna þessar tölur í betra samhengi þá vegur fullsetinn strætó (67 farþegar) um 12 tonn. Það má því segja að um 130 fullsetnir strætóar af fatnaði og skóm endi í urðun á ári hverju. Það veit enginn hversu langan tíma það tekur eða hvort úrgangurinn brotnar yfir höfuð niður.

Í þessu áhugaverða myndbandi má sjá þegar prufað var að grafa upp rusl sem urðað var fyrir um 30 árum síðan – þar má sjá hversu lítið niðurbrotið er og t.d. fundust nokkuð heillegar gallabuxur.

Tískuiðnaðurinn hefur að sjálfsögðu tekið við sér í allri þessari umhverfisvitund í heiminum og er þetta í dag orðið lykilatriði hjá flestum tískuhúsum og fyrirtækjum. Þannig lásuð þið t.d. nýlega á Trendnýtt um Prada töskur sem unnar eru úr rusli úr sjó og ef sjálfbærnistefna H&M er skoðuð þá stefna þau að því að allur bómull sem nýttur er í framleiðslu verði 100% sjálfbær árið 2020, 10 árum síðar vilja þeir að allar vörur fyrirtækisins séu gerðar úr sjálfbærum eða endurunnum efnum og árið 2040 er stefnt á að virðiskeðjan þeirra skili jákvæðum umhverfis áhrifum. Þá getum við tekið second hand mörkuðum eins og t.d. Trendport og Extra Loppunni fagnandi því þeir stuðla að frekari hringrás í þessum iðnaði.

Extraloppan. Mynd: Mbl

Trendport, Mynd: Eyþór Árnason

Átakið Hættum að urða – Finnum lausnir
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur átakið og málefnið enn frekar og skrifa undir þessa áskorun til stjórnvalda. Upplýsingar finnið þið á vefnum  finnumlausnir.is þar sem þið getið einnig skrifað undir.

SKRIFAÐU UNDIR – HÉR

//TRENDNÝTT

 

 

Núvitundarpartý í Hörpu

Skrifa Innlegg