H&M og Eik fasteignafélag hf. kynna með gleði opnun H&M verslunar á Glerártorgi, Akureyri. Þetta er fjórða verslunin sem sænska fatamerkið opnar hér á landi en keðjan kom fyrst hingað til lands árið 2017. Verslunin á Glerártorgi verður sú fyrsta sem verður staðsett utan höfuðborgarsvæðisins.
H&M verslunin á Glerártorgi verður um 1.300 fermetrar að stærð, full af tísku og gæðum á hagkvæmasta verðinu, framleitt með sjálfbærum hætti. H&M verslunin á Glerártorgi mun bjóða upp á breitt úrval af nýjustu stílum og trendum ásamt klassískri tísku. Í versluninni verður fáanlegur dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði og snyrtivörum. Áætluð opnun er haustið 2020.
,,Við erum ótrúlega spennt að færa út kvíarnar og opna verslun fyrir utan höfuðborgarsvæðið og geta þannig boðið viðskiptavinum okkar á Norðurlandi tísku og gæði á hagkvæmasta verðinu, framleitt á sjálfbæran máta. Við erum virkilega ánægð með veru okkar á landinu og verður H&M á Glerártorgi frábær viðbót við verslanir okkar á Íslandi“ segir Dirk Roennefahrt framkvæmdarstjóri H&M á Íslandi og Noregi.
,,Samningurinn við H&M er í samræmi við stefnu Eikar fasteignafélags um að styrkja Glerártorg. Vinsæl verslun á við H&M mun laða að sér enn stærri hóp af gestum, sem mun einnig hafa jákvæð áhrif á aðrar verslanir á Glerártorgi. Við erum afar stolt af því að geta boðið íbúum á Norðausturlandi upp á H&M verslun. Sterkara Glerártorg mun einnig styðja við Akureyri sem miðstöð verslunar- og þjónustu á norðausturhluta landsins,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
TRENDNET TELUR NIÐUR … frábær viðbót í norðlensku verslunarflóruna.
Eru einhverjir að norðan sem lesa þessa frétt? Deildu henni með vinum þínum með því að klikka á deila hér til hliðar.
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg