fbpx

TRENDNÝTT

HEIMA HJÁ GIGI HADID

FÓLK

Súpermódelið Gigi Hadid, sem bráðum á  von á sínu fyrsta barni með kærastanum Zayn Malik, ætlar sér greinilega að klára íbúð þeirra fjölskyldunnar áður en barnið mætir í heiminn.  Gigi leyfði Instagram fylgjendum sínum að koma með í ferðalag um heimilið eftir að hún kláraði  þar stórar breytingar að eigin sögn. Hvað á maður annað að gera í Covid inniveru, spurði hún … þó breytingarnar hafi byrjað löngu áður.

Á  myndunum að dæma er parið að vinna með bohemenskan stíl en þau eru óhrædd við að blanda allskonar mynstrum saman. Trendnet tekur eftir því hvernig þau veggfóðra baðherbergið með gömlum The New Yorker blöðum – það er áhugaverð ódýr lausn sem við gætum eflaust stolið með einhverjum hætti.

Allar myndirnar í færslunni eru skjáskot frá @gigihadid story á Instagram –  þar fylgja henni um 55 milljónir manns.

 


Stútfullur ilmvatnsskápur ..

 

Pastaskápur eins og við höfum ekki séð hann áður ..

Íbúðin er staðsett í NoHo á Manhattan í New York. Hverfið liggur norðan við Houston Street og er mjög inn í augnablikinu með dýrar eignir. Gigi á  tvær í sama húsi sem hún ætlar sér að tengja saman einn daginn.

//
TRENDNET

Lindex opnar á Egilsstöðum

Skrifa Innlegg