fbpx

TRENDNÝTT

 • Flokkar

 • HA – HÖNNUN OG ARKITEKTÚR

  FÓLK

  Níunda tölublað HA, rit um íslenska hönnun og arkitektúr sem

  Hönnunarmiðstöð Íslands gefur út tvisvar ári, er komið út! 

  Ritstjórn HA – María Rán Guðjónsdóttir, Garðar Snæbjörnsson, Þorleifur Gunnar Gíslason og María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA í útgáfugleðinni sem fór fram á Hafnartorgi beint í kjölfarið á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Myndir: Eyþór Árnason.


  Um að ræða vandað rit, á íslensku og ensku, sem höfðar til jafns til fagfólks og áhugafólks um hönnun og arkitektúr og gefur innsýn inn fjölbreytt verkefni og sýnir gróskuna sem er í þessum geira hér á landi um þessar mundir.

  Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, arkitektarnir Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina.

  Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt.

  Trendnet mælir með að lesendur tryggja sér eintak!

  //
  TRENDNET

  ABSOLUT TRAINING GÓÐGERÐADAGUR

  Skrifa Innlegg