fbpx

TRENDNÝTT

GILBERT & GEORGE Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

FÓLKKYNNING

Gilbert & George: THE GREAT EXHIBITION er einn stærsti viðburður Listasafns Reykjavíkur árið 2020 og á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Listamannatvíeykið Gilbert & George eru meðal frægustu listamanna Bretlands – eitt skapandi afl. Ásamt því að vera giftir þá hafa þeir unnið saman í meira en fimm áratugi – einstök verk þar sem daglegt líf og myndlist sameinast í einu mengi. Þeir hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans og eru þekktir fyrir að ryðja braut gjörningalistar og nálgast einkalíf sitt sem listaverk. Þeir hafa ögrað ríkjandi borgaralegum hugmyndum um smekk og velsæmi og ekki síst stuðlað að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. Sýningin í Hafnarhúsinu veitir yfirgripsmikla sýn yfir feril Gilbert og George og eitthvað sem listaunnendur mega ekki missa af –

Skemmtilegar staðreyndir um Gilbert & George

– Sjálfur David Bowie safnaði verkunum þeirra
– Þeir höfðu áhrif á þekkt útlit hljómsveitarinnar Kraftverk
– Þeir fóru fyrir hönd Bretlands á Feneyjarttvíæringinn
– Þeir koma aldrei fram á almannafæri í sitthvoru lagi heldur bara saman og þá í sínum einkennandi jakkafötum

Tvíeykið ætlaði að vera viðstaddir opnun sýningarinnar en veiran setti strik í reikninginn og því sendu þeir gestum þessa frumlegu og fallegu stafræna kveðju í staðinn. Takk tækni!

Trendnet hvetur lesendur til að láta ekki þessa sýningu framhjá sér fara og vill í leiðinni benda á að nóg pláss er í Hafnarhúsinu, kjöraðstæður til að virða fyrir sér heimsþekkta list og á sama tíma virða 2 metra regluna. Í  Hafnarhúsinu má einnig kaupa ýmsan varning tengdan sýningunni –

Meiri upplýsingar um sýningu fást á vef listasafnsins – HÉR.

//TRENDNET

HVENÆR OPNAR H&M Á AKUREYRI?

Skrifa Innlegg