fbpx

TRENDNÝTT

HVENÆR OPNAR H&M Á AKUREYRI?

KYNNING

Akureyri athugið!
H&M OPNAR Á GLERÁRTORGI 3. SEPTEMBER KLUKKAN 10:00 – við erum spennt!

 

Loksins er komið að opnun verslunar H&M á Glerártorgi, Akureyri. Verslunin verður um 1300 fermetrar að stærð og mun bjóða upp á breitt úrval af vöru fyrir konur, karla og börn, ásamt snyrtivöru. Verslunin mun opna fimmtudaginn 3. september.

Verslunin er sú fjórða í röðinni á Íslandi síðan H&M kom fyrst til landsins árið 2017 – og sú fyrsta sem staðsett er utan höfuðborgarsvæðisins.

„Við erum afar spennt fyrir því að opna verslun utan höfuðborgarsvæðisins og að geta boðið viðskiptavinum okkar á Norðurlandi upp á gæði og sjálfbærari tísku á góðu verði. Við erum þakklát fyrir viðtökurnar á Íslandi og nýja verslunin á Glerártorgi er frábær viðbót í hóp verslana okkar á landinu“, segir Moritz Garlich, svæðisstjóri H&M á Íslandi, í Finnlandi og í Noregi.

Garlich veitir því eftirtekt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku.

„Íslendingar eru þekktir fyrir að fylgjast vel með í tískuheiminum og því fögnum við. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á nýjustu tísku en einnig tímalausan og sígildan klæðnað. Það er okkar ósk að nýja verslunin veiti viðskiptavinum enn frekari innblástur þegar kemur að tísku og persónulegum stíl“.

//
TRENDNET

 

BÆTTU FEEL ICELAND KOLLAGENI Í KAFFIÐ

Skrifa Innlegg