fbpx

TRENDNÝTT

FATAHÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR – MISBRIGÐI VII

FÓLKSJÁLFBÆR TÍSKA

Tískusýningin Misbrigði VII var haldin 11. desember síðastliðinn, en þar var sýndur afrakstur 2. árs nemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, úr verkefninu Misbrigði 2021. Verkefnið er árlegt samstarfs og samfélagsverkefni þar sem nemendur í samstarfi við fatasöfnun Rauða krossins endurnýta gömul ósöluhæfar flíkur og skapa úr þeim nýjar.

„Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu.“

Alls sköpuðu tíu nemendur sína eigin línu úr endurnýttum flíkum frá Rauða krossinum og voru til sýnis á Misbrigði VII. Í verkefninu eru rannsaka nemendur leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. En sjá má streymi frá sýningunni HÉR.

Á vefsíðu Misbrigði er hægt að sjá línur allra nemenda og lýsingar á þeim. Hér að neðan má sjá línurnar frá sýningunni sjálfri.

KARITAS SPANO

THELMA GUNNARSDÓTTIR

 

KLARA KALIŠNIK

GUÐMUNDUR RAGNARSSON

viktor

VICTORIA RACHEL

SVERRIR ANTON ARASON

SYLVÍA KAREN PÉTURSDÓTTIR

MAGGA MAGNÚSDÓTTIR

HONEY GRACE

Fatahönnuðir framtíðarinnar –

Trendnet hlakkar til að fylgjast áfram með þessu hæfileikafólki.

//TRENDNET

AVOLT - Rafmögnuð jólagjöf sem hentar hreinlega öllum

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    17. December 2021

    <33333