fbpx

TRENDNÝTT

Ert þú ein/einn af þeim sem hefur ekki fundið rétta ilmvatnið?

KYNNING

Ert þú ein/einn af þeim sem hefur ekki fundið rétta ilmvatnið? Við hvetjum þig til að lesa lengra ..

Lúxus merkið BYREDO er mætt í Madison Ilmhús  og Trendnet tryllist yfir fréttunum!

BYREDO er sænskt ilmhús sem hefur á umliðnum árum vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi ilmi og fágaða hönnun. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 af Ben Gorham sem hefur tileinkaði líf sitt ilmfræðinni. Ben Gorham kom í heiminn í Svíþjóð en á indverska móður og kanadískan föður. Hann ólst upp í Toronto, New York og Stokkhólmi. Ben gekk í listaskóla en það var þar sem ilmfræðingurinn Pierre Wulff sannfærði Ben um að nýta ástríðu sína fyrir ilmum og fara út í ilmvatnsgerð. Þar kom helst til að Ben tjáði Pierre að hann gæti enn munað eftir ilminum af föður sínum en sá yfirgaf fjölskylduna þegar Ben var barn. Þar hófst ferðalagið, leitin að ilminum sem faðir hans bar. Þar með varð upphafið af BYREDO.

Ferðalagið er Ben leitaði að ilmi föður síns breytti lífi hans. Fyrstu ilmirnir sem hann blandaði eru Green, Chembur, Pulp, Rose Noir og Gypsy Water. Sá síðast nefndi seldist næstbest allra ilma í Barneys í New York strax á fyrsta árinu og hefur alla tíð síðan verið einn vinsælasti ilmurinn í ilmlínu Byredo.

Fyrir fjórum árum þróaði Byredo línu ilmkjarnaolíuilma úr einstaklega fáguðum hráefnum, í mjög takmörkuð upplagi og voru þeir aðeins fáanlegir í takmarkaðan tíma og aðeins í verslunum Byredo og hjá Saks Fifth Avenue. Ilmlínan naut mikilla vinsælda meðal ilmunnenda en hefur verið vandfundin alveg frá byrjun. Færri hafa fengið en hafa viljað.

„Ég er mjög hrifin af hugmyndinni um ilm sem slæðu eða öryggishulu, tilfinningin um að hylja sig með varnarhjúp. Hugmyndin er tilvísun í biblíusöguna af sjö slæðu dansi Salome, sem mér hefur alltaf þótt tælandi og seyðandi“ segir Ben um innblástur línunnar.


Nú endurkynnir Byredo þrjá vinsælustu ilmina í þessari mögnuðu línu en færir þá í aðgengilegri Eau de Parfume búning. Ilmirnir eru tileinkaðir ævintýrum næturmyrkursins og er þeim ætlað að klæða þann sem hann ber glæsileika og fágun. Ben notar höfug blóm sem blómstra við ljósaskiptin auk munúðarfullrar fegurðar og ilms leðurs til þess að kalla fram dulúð og spennu næturinnar.
Ilmirnir þrír eru:

REINE DE NUIT sem er sannarlega drottning næturinnar, blómlegur ilmur með saffran, musku og patchouli í botninn.


CASABLANCA LILY, ríkulegur blómailmur, mjúkur, hreinlegur næstum sætur með hunangi, plómum og negul.


SELLIER, söðlasmiðurinn. Seyðmögnuð blanda reyks, birkis, mosa, tóbaks og leðurs.
Madison Ilmhús í Aðalstræti hefur orðið þess heiður aðnjótandi að fá þessa ilmlínu í sölu en hún verður aðeins fáanleg í verslunum Byredo og hjá örfáum söluaðilum.

Kynnið ykkur ilmina betur með því að heimsækja Madison ilmhús í Aðalstræti. 

//TRENDNÝTT

Billie Eilish flíkur hjá Divided

Skrifa Innlegg