fbpx

TRENDNÝTT

Er flottasta ísbúð landsins í Perlunni?

KYNNING

Perlan opnaði á dögunum ísbúð – eða ísgerð eins og þau kalla hana, en ísinn er búinn til frá grunni á staðnum. Það ættu allir að finna sitt uppáhald því það er boðið uppá allt sem ís-hugurinn girnist: gelato ís, sorbet, gamli – og nýi ísinn, bragðarefur eða shake. Það sem toppar þetta síðan er að ísinn er á mjög sanngjörnu verði.

Ísgerðin hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir hönnunina og er það ítalinn Tobia Zambotti sem á heiðurinn af henni. Hugmyndin var að tengja hana við íshellinn og náttúrusýningar á 1. hæðinni. Hönnunin hefur vakið athygli útí heimi og fékk umfjöllun í Interior Design Magazine ásamt því að vera tilnefnd til Frame Awards 2021.

Trendnet mælir með ísbíltúr í Perluna – hvort sem gestir vilja heimsækja framúrskarandi sýningar þeirra á sama tíma eða bara setjast niður á 5. hæðinni þar sem eitt besta útsýni landsins fylgir þessari ís-upplifun.

ATH! Á Facebook síðu Trendnet er hægt að freista gæfunnar þar sem við gefum nokkrum heppnum lesendum ísbíltúr fyrir 2 – SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT.

//TRENDNET

STÆRSTA BÍLABÍÓ Á ÍSLANDI UM HELGINA

Skrifa Innlegg