fbpx

TRENDNÝTT

CHIE MIHARA FÆST ENN Á ÍSLANDI

KYNNING

Þegar verslanir Geysis hættu að selja hið vinsæla spænska merki, Chie Mihara,þá greip Kaupfélagið gæsina á lofti. Nú fá Íslendingar þessa gæðaskó í verslun Kaupfélagsins Kringlunni og vekur það eflaust lukku hjá mörgum enda vinsælt merki til margra ára hjá íslenskum konum.

Chie Mihara er spænskt skómerki sem var stofnað af hönnuðinum Chie Mihara og eiginmanni hennar árið 2001. Mihara vann á sínum yngri árum í stoðtækja skóbúð þar sem hún lærði að skór þurfa að dekra við fæturnar og veita hámarks þægindi við notkun og eiga alls ekki að valda óþægindum. Af fenginni reynslu er það hennar markmið að framleiða þægilega og fallega skó sem einnig endast til lengri tíma en það vill oft verða að sem svo  að þægindi og útlit fara ekki alltaf saman þegar konur kaupa sér skópar.

Hjá Chie Mihara er hvert einasta skópar handgert og hver hönnun endurspeglar margar tilraunir með skurðarlínur, form, efni, samsetningar og mismunandi hæla. Mihara lætur ímyndunaraflið ráða ríkjum í hönnun sinni þar sem hún kafar inn í heim fullan af draumum, kvennleika og hamingju.


Chie Mihara var selt hér á landi í verslunum Geysis en er nú fáanlegt í Kaupfélaginu Kringlunni.

//
TRENDNET

SAMSTARFIÐ SEM ENGINN ÓSKAÐI EFTIR

Skrifa Innlegg