Blái Herinn vinnur brautryðjendastarf í hreinsun á ströndum landsins sem okkur Íslendingum er svo mikilvægt og þegar kynnt var stofnun Pokasjóðs Lindex fyrir um ári síðan var áveðið að samtökin skyldu hljóta fyrsta styrkinn. Pokasjóðurinn byggist upp á því að allur ágóði af sölu Lindex poka gengur til sjóðsins sem úthlutar styrk einu sinni á ári. Nú í fyrsta sinn er úthlutað úr þessum sjóð og nemur upphæðin rúmlega 1,28 milljónum króna sem gengur beint til hreinsunar á ströndum landsins.
Til viðbótar er verkefninu ætlað að sporna gegn sóun og er ánægjulegt að geta þess að einungis 22% viðskiptavina velja nú poka og því tæplega 4 af hverjum 5 viðskiptavinum Lindex sem sleppa nú pokanum.
“Þessi frábæri stuðningur Lindex skiptir okkur miklu máli við hreinsun á ströndum Íslands. Frá stofnun hefur Blái herinn verið fremstur í flokki í hreinsun stranda, hafna, lóða fyrirtækja og fleira á landinu en á tímabilinu hafa farið yfir 71500 vinnustundir í meira en 200 verkefni með 8700 sjálfboðaliðum sem hreinsað hafa yfir 1500 tonn af rusli úr náttúru Íslands,” segir Tómas Knútsson, ábyrgðamaður Bláa Hersins.
Frá afhendingu styrksins – Á myndinni frá vinstri eru Albert Þór Magnússon frá Lindex, Tómas Knútsson frá Bláa Hernum, Lóa D. Kristjánsdóttir frá Lindex og Birna H. Reynisdóttir frá Bláa Hernum
Áfram umhverfisvakning og áfram Ísland!
// TRENDNET
Skrifa Innlegg